Skírnir - 01.01.1944, Page 19
Skírnir
Guðmundur Pinnbogason
15
hann eflaust fengið mikil kynni af tilraunasálarfræði,
enda var hún þá að þróast og átti sér formælanda við
Hafnarháskóla, þar sem var Alfred Lehmann. Heimspekin
fór víða að draga dám af hagnýtum vísindum, bæði í að-
ferðum og markmiðum. Menn fóru að tala um hagnýta
sálarfræði. Um það leyti, sem Guðmundur varð prófessor
í þeirri grein, tók hann að kynna löndum sínum hin nýju
vinnuvísindi og skrifaði um það þrjár bækur og fjölda
greina. Var honum á þeim árum veitt mikil athygli, eins
og oftar. Um gæði vinnuvísinda hans hef ég enga hug-
mynd, en ekki held ég þau hafi haft mikil áhrif. Ekki var
kominn sá hraði á þjóðlífið, að menn fyndu mikið til nauð-
synjar vinnuvísindanna, menn þóttust kunna sín vinnu-
brögð og höfðu svo ágætlega getað notazt við þau öld eftir
öld, og svo áttu þeir að rjúka upp til handa og fóta, þó að
einn prófessor færi heldur hvataboðslega að segja þeim,
að þetta mætti allt gera betur. Árangurinn er skiljanleg-
ur, þegar alls er gætt; hjá öðrum þjóðum, þar sem meira
rak á eftir en mönnum þótti þá gera hér, hefur hagnýtum
nýjungum oft ekki verið komið á fyr en eftir mannsaldra
baráttu.
Guðmundur segir frá þessu starfi sínu í einni ræðu
sinni, sem ég er oft búinn að vitna í: „Ég fann upp endur-
bót á móspaða og aðferð við að nota hann, sem sparaði
einn mann af hverjum tveimur, er stungu mó. Það spar-
aði rúmar 80 kr. á dag hérna í bæjarmónum um sumarið.
Ég lét kunningja minn smíða 4 spaða til reynslu, og þeir
flugu út. Og ég skrifaði grein um þetta í blað með mynd
af spaðanum. Nú var spurningin: Hvernig á að framleiða
spaða og koma þeim á markaðinn? Kunningi minn gat
ekki átt við það. Ég reri lengi í járnverksmiðju hér, en
hún hafði nóg annað að gera. Kaupmaður einn var fús að
selja spaðana, en hann vildi ekki leggja fé í það að fram-
leiða þá. Ég sá fram á, að til þess að koma þessari hug-
mynd í framkvæmd, yrði ég sjálfur að setja upp spaða-
verksmiðju og ferðast svo um, auglýsa spaðann og selja
hann sjálfur. Ég varð að lifa fyrir móspaðann.“