Skírnir - 01.01.1944, Page 20
16
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
Þeir, sem halda, að þetta sé fágæt saga eða sérstaklega
íslenzk, held ég fari mjög villir vega. Ég var um daginn
að lesa bók eftir Paul de Kruif, og ég held annar hver
maður, sem þar var getið um, hafi haft líka sögu að segja.
En saga sumra þeirra var lengri, sú, að þeir lögðu í að
„lifa fyrir móspaðann“, af því að þeirra staður var í at-
vinnulífinu, — eða þá aðrir, sem þar áttu heima, tóku við
hugmyndinni. En því var ekki að heilsa hér, og Guð-
mundur varð að láta móspaðaframleiðsluna niður falla.
Hann var fyrst og fremst rithöfundior, honum var það
ljóst, hann vissi, að þar var hans staður, þar mundi hann
afreka mest og bezt.
Heimspekingur og rithöfundur, en ekki stjórnmálamað-
ur, var það líka, sem skrifaði „Stjórnarbót“. Mikið hafði
hann skyggnzt um í félagsfræði, svo sem sum önnur rit
hans sýna. Og hann hefur hugsað alvarlega um, hvað af-
laga færi í núverandi stjórnarfari. Hann gerði sér þá í
huganum og á pappírnum eins konar líkan af fullkominni,
sjálfvirkri stjórnskipunarvél. Þegar hugsuðir og hugsjóna-
menn gera slíkt ótilkvaddir og án þess þeir geti haft von
um að koma því í framkvæmd, kallast þetta ,,útópíur“,
og eru mörg slík rit heimsfræg, þegar þau eru orðin nógu
gömul. Þau ættu að vera öðrum mönnum heldur mein-
fangalítil. Og gagnslaus, mundi einhver vilja segja. Má
vera, og þó eru orðin ævinlega til allra hluta fyrst.
IV.
Guðmundur Finnbogason var menntaður á Evrópuvísu.
Hann var heima í flestu hinu ágætasta í menningararfi
Vesturlandaþjóða. Eitt sinn skrifaði hann um lífsskoðun
Hávamála og Aristótelesar. Á öðrum stað ræðir hann um,
hvernig eigi að þýða Hómer. Hann varð ekki hvumsa við,
þótt hann heyrði Dante nefndan, eða Shakespeare, og
marga vísu eftir Goethe hafði hann á takteinum. En hann
var þó sprottinn úr íslenzkum jarðvegi og unni af öllum
hug þjóð sinni og menningu hennar. Hann var ákaflega