Skírnir - 01.01.1944, Page 25
Skírnir
Guðmundur Finnbogason
19
samur. En þess ber að gæta, að hann leitaði jafnan að
andanum bak við hin kynlegu fyrirbrigði hennar, hann
leitaði verðmæta, sem ekki eru bundin við stundina, hann
trúði, að margt af þessu gæti skotið nýjum sprotum, ef
nýjum aðferðum væri beitt við það, eins og þegar hann
vildi breyta ættfræðinni í erfðafræði. Á alveg hliðstæðan
hátt vildi hann blása lífi í málfræði nútímans með sálar-
fræði, þegar hann flutti fyrirlestur á málfræðingamóti
um orsakir hljóðbreytinga í íslenzku. Sjálfsagt er sú
fyrsta tilraun ófullnægjandi, hvernig gat annað verið?
en sjónarmiðið er réttmætt — og frumlegt (og það er
þessari fræðigrein til einskis sóma!).
Hvergi held ég trú Guðmundar á samhengið í íslenzkri
menningu komi greinilegar fram en í „íslendingum". Einn-
ig það rit er tilraun, frumleg og snjöll tilraun, sem varla
hefur fengið það lof, sem hún á skilið. Sennilega hefur
stórspillt fyrir henni í augum margra raunsærra manna,
hve Guðmundi er gjarnt að líta á hlutina frá björtu hlið-
inni. Hann var hugsjónamaður og bjartsýnn maður, og
hver maður skýrir hlutina að nokkru í samræmi við eðli
sitt. En það haggar engu um hið sjálfstæða og frumlega
sjónarmið, og snilld í túlkun fjölmargra fyrirbrigða. Hve
mörg útsjón opnast ekki við þessa bók eftir allan vorn
annálafróðleik, öll vor presta-töl og prófasta? Og það er
ekki rétt að kasta rýrð á þessa tilraun, þó að aðrar takist
betur síðar.
„íslendingar" eru skrifaðir á íslenzku, en þeir eru skrif-
aðir fyrir hvern sem er. „Mig hafði lengi langað til,“
segir Guðmundur um ritið, „að skrifa bók um íslendinga,
og ég hefði viljað skrifa góða bók um þá. Þeir eru svo
einkennilegt fyrirbrigði á þessari jörð, að þeir ættu það
skilið.“ Sá maður, sem ritar þetta, hefur hleypt heimdrag-
anum, hann hefur skyggnzt víða um. Hann veit vel, hve
margt er einkennilegt í menningu íslendinga, og það er
kostur þeirra og eign. Það, sem er eins og hjá öllum öðr-
um, er engum að gagni. Og Guðmundur sló ekki af, þó að
hann væri að túlka erlendum mönnum íslenzk efni, hann
2*