Skírnir - 01.01.1944, Page 26
20
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
var ekki að velja það auðveldasta né að gera hlutina að-
gengilegri en þeir eru. En hann beitti allri mælsku sinni
og sinni evrópisku menntun til að gera lýsingu sína og
túlkun eftirminnilega. Það er ekki víst, að þeim hafi hætt
svo mjög við að gleyma þeim stundum — né manninum,
sem þeir töluðu við, eða réttara sagt: sem talaði við þá.
V.
Ást Guðmundar á íslenzkri tungu var ævilöng og alltaf
jafn-heit. Það má grípa niður í hvaða riti hans sem er,
alstaðar er hugur hans samur. Árið 1908 skrifaði hann
„Ítalíuferð“, prýðilega skemmtilega sögu af för sinni til
Ítalíu. Þar er getið margs, sem ýmsum öðrum hefði vafizt
tunga um tönn að nefna, en Guðmundi verður engin skota-
skuld úr því, hann hugsar allt á íslenzku, og málið lér
honum orð á tungu, ýmist gömul eða ný. Ég held orðfæri
þeirrar bókar hefði orðið eins, þó hann hefði skrifað hana
í fyrra, að því undanskildu, að hann hefði þá ekki talað
um vélvagna.
Ég held, að íslenzkan hafi jafnvel oft og einatt verið
honum sagnarandi í heimspekinni. Iðuglega gróf hann
upp hugsanir í orðum og orðtækjum, þau opinberuðu hon-
um marga skarplega athugun og djúpa vizku, sem varð
honum jafn-frjósöm til íhugunar og ritgerðir nútíðar-
heimspekinga. Hvað eftir annað verður eitt íslenzkt orð
eða orðatiltæki honum ræðutexti eða vitni, sem hann leið-
ir fram.
Trú hans á íslenzkuna var óbilandi. Vísuþriðjungur
Einars Benediktssonar mátti vel heita einkunnarorð hans:
Ég skildi, að orð er á íslandi til
um allt, sem er hugsað á jörðu.
Hann var alveg fulltrúa á þetta. Og hann reyndi að sýna
það og sanna. Starf hans var tvíþætt: hann vildi rífa upp
með rótum allt illgresi úr akri íslenzkunnar, og hann vildi
setja niður nýjar jurtir.