Skírnir - 01.01.1944, Side 28
22
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
stærðfræSi, mannfélagsfræði og margt fleira var þar á
meðal. Guðmundur hefur sjálfsagt haft gaman af að
kynna sér þessar fræðigreinir og kynna þær löndum sín-
um. En mér finnst þó oft eins og aðalánægjan hafi verið
að glíma við að sníða þeim íslenzkan stakk. Það var haft
eftir einum afburða sjómanni að austan, sem komst í að
stjórna skútu og þótti vilja sigla sinn sjó, þó að ofviðri
væri: „Mig langaði að sjá, hvað hún þyldi.“ Guðmundur
vildi reyna á þanþol íslenzkunnar. Hann var viss um, „að
þetta mátti allt segja á íslenzku". Islenzkan er gamalt
menningarmál, en hann vann mikið starf í þá átt að gera
hana einnig að nútíðar menningarmáli. — Stundum hafa
menn kvartað undan því, að þessar bækur hans væru tor-
skildar; nú er það satt, að Guðmundur sótti oft á bratt-
ann, vildi þýða nákvæmlega án þess að slá af, og af því
gat skilningurinn oft orðið torveldari. En hræddur er ég
um, að þeir góðu menn, sem ekki létust skilja þýðingarn-
ar án þess að leita til frumtextans, hefðu oft skilið hann
enn ver — en þeir hefðu raunar ekki haft orð á því!
Ástæðan er ofur einföld: hver fræðigrein hefur sín sér-
stöku hugtök, sem ekki liggja í augum uppi manni, sem
aldrei hefur við hana átt. Hitt er satt, að oft hefði verið
þörf orðasafna til nánari skýringar þessara fræðihug-
taka en í bókinni var að finna. Flóra Stefáns Stefánssonar
hefði vel mátt vera fyrirmynd um það.
Ekki er enn sagt frá öllu starfi Guðmundar í þessum
efnum. Seint verða taldir allir þeir menn, sem leituðu
hjálpar hans um nýyrðasmíð. Þar var öllum heimill að-
gangur. Það var engu líkara en hann tæki hverri slíkri
spurningu feginshendi. Það var eins og kveikt væri í hon-
um. Oft byrjaði hann á því að blaða í „Clavis poetica“
eftir Benedikt Gröndal. Þaðan rakti hann sig eftir ýms-
um slóðum, rótaði í orðabókum, íhugaði; það hló í hon-
um, þegar hann datt ofan á eitthvað smellið, og það var
oft. Ekki létti hann leitinni fyr en hann kom með ein-
hverja tillögu til úrbóta. Þetta var alveg einstök sjón.