Skírnir - 01.01.1944, Qupperneq 29
Skírnir
Guðmundur Finnbog'ason
23
VI.
Guðmundur hafði sagt séra Einari forðum, í einfeldni
æskunnar, að honum fannst síðar, að hann vildi verða
rithöfundur. Og rithöfundur varð hann. Honum var ekki
efnið nóg, jafnvel ekki, þó að það væri sómasamlega
framsett. Háttur skyldi á öllu vera, með list skyldi um
efnið fjallað; það var sama, við hvað hann átti, nokkurt
listamannssnið er á því öllu. Það gildir einu, hvort um er
að ræða heila bók eða stutta grein, en augljósari er vitan-
lega listamannsmeðferðin í ritgerðum og greinum.
Sjálfsagt hefur verið ýmist, að Guðmundur þurfti að
glíma um hríð við efnið, áður en hann náði tökum á því
(og tök þýðir hér fyrst og fremst sjónarmið), eða þetta
hefur gerzt svo sem í leiftri. En síðan held ég ritgerðin
hafi legið Ijós fyrir honum, líkt og vegur, sem yfir má
líta, áður en hann er farinn. Og eftir að hann hafði sniðið
hugsunum sínum stakk, held ég hann hafi haft lítið við
að breyta honum aftur. Smiðsauga hafði hann á uppi-
stöðu verks og hlutföll. Sjónarmið hans voru oft afburða
frumleg og óvænt, ímyndunaraflið mikið og hugmynda-
auðurinn. Minni fannst mér hann hafa mikið, þótt hann
neitaði því; tilvitnanir út og suður hafði hann á reiðum
höndum, hvenær sem þörf gerðist; hann var bæði orð-
snjall og orðminnugur — en orðminnið er einn af megin-
þáttum stílgáfunnar. Heldur sótti hann sér orð í auðgun-
arskyni til fornmáls en alþýðumáls. Stíll hans var jafn-
aðarlega skýr og gagnsær og rökvís, vakti frekar hug-
myndir en hugboð, léttur og fjörlegur, en ekki gæddur
ástríðuþunga, fullur af glömpum fyndni og andríkis.1)
1) Þeg-ar þetta er ritað, finn ég þessa lýsingu á fána Frakklands
í einni ræðu hans: „Liturinn næst stönginni, sá sem nýtur sín bezt,
hvernig sem vindurinn blæs, er litur hins heiða himins; í broddi
fánans blaktir rauður loginn, í miðið tindrar jökulhvítan. Hið bláa
og hvíta hefur yfirtökin, hinn víðfeðmi friður og hreinleiki drottn-
ar, og fjörgast þó af eldstólpanum, sem fyrir fer. Fáninn er mér
talandi tákn hins franska anda. Hvergi finnst mér hugsanirnar