Skírnir - 01.01.1944, Page 30
24
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
Guðmundur var oft bráð-gamansamur, það var ekki lítið,
sem í hann gat dottið af hlálegum og óvæntum samlík-
ingum.
Ef til vill kemur þetta allt hvergi skýrar fram en í
greinum þeim, sem Englendingar nefna „essays“, en hann
sjálfur kallaði „huganir“, af því að þær eru í senn athug-
anir og íhuganir. Þó að Guðmundur væri ekki fyrstur að
skrifa þess háttar ritsmíðar hér á landi, þá ruddi hann
þeim þó braut með „hugunum“ sínum. Það var einhver
suðrænn, helzt franskur, blær yfir þessum „hannarmál-
um“ hans. Ósjálfrátt kemur í huga þess, sem vill orða ein-
kenni þeirra, franska orðið esprit.
Margar huganir Guðmundar eru meistaraverk. Mörg-
um þykir „Um akta-skrift“ sígild. Snilldarverk eru líka
„Þorskhausarnir og þjóðin“ og „1 Dimmuborgum“ með
sínu hátíðlega gamni og kímilegu alvöru. Eflaust hafa
sumir ráðsettir og alvarlegir menn ekki alltaf vitað, hvað-
an á sig stóð veðrið í þessum ritsmíðum Guðmundar. Þar
sem þeir bjuggust við einhverju hagnýtu, kom spaugileg
hugdetta. Sumum svelgdist þá heldur á. Ég man eftir,
þegar Guðmundur flutti erindið „Bölv og ragn“ og stakk
upp á að láta þjóðnýta bölvið: blöð ruku upp til handa og
fóta í vonzku út af þessu. Ég held Guðmundur hafi séð í
anda forstjóra ríkisbölvsins og þótt sú sýn svo hláleg, að
hann gat ekki orða bundizt, og því klykkti hann erindi
sitt út með þessu. Og svo létu menn sem þessi glensyrði
væru einhver pólitísk flugsprengja!
Líklega hefur fjör og andríki Guðmundar hvergi notið
sín betur en í ræðum og erindum. Hann var afbragðs
ræðumaður. Tækifærisræður hans voru fágætar. Árið
1937 gaf hann út úrvalssafn þeirra (,,Mannfagnaður“).
Það er fjarska skemmtilegur lestur. Og þó er það svipur
einn hjá því að heyra Guðmund og sjá flytja ræðurnar.
Snilliyrði og spaugsyrði voru eins og fjaðrafok, flugeldar
heiðríkari, skærari, samstilltari og þó fjörgaðar eldi andríkisins,
heldur en þegar ég les einhvern af ritsnillingum Frakka.“ Sérhver
listræn lýsing er að nokkru sjálfslýsing!