Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 31
Skírnir
Guðmundur Finnbogason
25
orðaleikja bröguðu í öllum litum regnbogans, hugmynd-
irnar þustu fram í alls konar óvæntum samböndum; gam-
an og alvara skiptust á og ófust saman á andríkan hátt;
sannyrðin flugu eins og sápukúlur, þöndust út, þangað til
þau sprungu í hlátri, kímnin lék sinn sjónhverfingaleik,
þangað til hún að síðustu var orðin að blákaldri alvöru.
Og yfir og undir og í öllu þessu var blær smekks, góðvild-
ar og menningar.
VII.
Guðmundur Finnbogason lifði merkilega tíma í sögu
íslands og íslenzkrar menningar. Hann er fæddur í tíð
Jóns Sigurðssonar, ári áður en íslendingar fengu stjórnar-
skrá og alþingi varð löggjafarstofnun; hann lifði lands-
höfðingjatíma, heimastjórn, tíð sambandslaganna; hann
sá hið nýja íýðveldi og lifði réttan mánuð af því.
Á þessum tímum tók íslenzk menning algerðum stakka-
skiptum hið ytra. Þegar hann fæddist, ríkti hér hin gamla
sveitamenning, mótuð af einangrun og hörðum" kostum,
eins og torfbæjastíllinn. Nú hafa vegir, brýr, bifreiðir,
skip, flugvélar, símar og útvarp gert vegarlengdirnar svo
til að engu, stórútgerð hefur tekið við af árabátum, og á
hennar herðum hvílir hin nýja borgarmenning með öllu
því, sem henni hefur fylgt. Samtímis hafa hvers konar
útlendir straumar og stefnur flætt inn yfir hugtún þjóðar-
innar. Hér hefur verið þörf margra skörunga í andlegu
lífi, ekki síður en verklegu, og þjóðin hefur heldur ekki
farið á mis við þá og starf þeirra.
Hvernig mátti þjóðin notfæra sér sem bezt og vandleg-
ast tækni nútímans, hvernig nema vísindi og listir af er-
lendum mönnum, verða þátttakar í hinu bezta í útlendum
menningarfjársjóðum, hvernig læra að haga félagsmál-
efnum sínum eins og erlendar þjóðir gera, — án þess að
íslenzk menning yrði að grammófónplötu ? Hvernig var
unnt að varðveita hið bezta úr hinni þjóðlegu menningu
íslendinga, efla það, gera það frjótt og vaxtarvænlegt, í
öllu þessu ölduróti? Þetta voru hinar miklu spurningar,