Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 32
26
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
sem forustumenn í andlegu lífi íslendinga reyndu að svara
í verkinu. Svarið varð tvíliðað. í fyrsta lagi með því að
samþýða hið innflutta íslenzkum háttum, snúa því á ís-
lenzku. 1 öðru lagi að halda á lofti innlendri menningu og
afrekum hennar, skýra gildi hennar og anda. I hvoru-
tveggja starfinu vann Guðmundur mikið verk, og ævin-
lega var verk hans með nokkrum frumleiksblæ. Hann var
mikill áhugamaður, allt sem gerðist umhverfis hann vakti
áhuga hans, samúð hans eða andúð, og hann var ekki
fyrir að dylja skoðanir sínar eða draga úr þeim. Funi
held ég hann hafi verið, þegar hann var á unga aldri. Ef
athuguð er skráin um rit hans, kemur í ljós, um hve margt
hann lét sér hughaldið af því, sem hér fór fram. En í
flokksdilk var erfitt að draga hann, og því komst hann
aldrei út í stjórnmálin, sem sjálfsagt hafa þó oft togað í
hann. En ekki hefði hann átt þar heima, og var honum
happ að komast ekki í þá veiðistöð.
VIII.
Sá, er þetta ritar, kynntist Guðmundi Finnbogasyni
ekki fyr en á tveimur síðustu áratugum. Þá var hann á
sextugs- og sjötugsaldri, því skeiði ævinnar, þegar árin
fara að marka menn rúnum sínum. Hann virtist enn vera
ungur maður, svo var lífsfjörið mikið. Sextugur hrósar
hann sér, eða öllu heldur konu sinni og börnum, af því,
að varla finnist grátt hár í höfði sér, „nema í yfirskegg-
inu, sem kemur víst af því, að ég hef talað of mikið“,
segir hann. Hann gat sagt sama sjötugur. Hann bognaði
ekki fram á síðustu ár. Kvikur var hann og snöfurmann-
legur og að sumu leyti nokkuð suðrænt yfir honum, dökk-
hærður, meðalmaður á hæð. En augun voru norræn.
Hann var bæði starfsmaður og gleðimaður, snyrti-
menni, og stíll jafnt í gleðskap hans sem starfi. Hann var
glæsimenni í framkomu og menningarbragur á honum og
öllu því, sem hans var.
Þó að Guðmundur væri dökkur á brún og brá, var bjart