Skírnir - 01.01.1944, Síða 33
Skírnir
Guðmundur Finnbogason
27
yfir svip hans. Ég held, aS vonbrigði lífsins hafi aldrei
setzt að í huga hans, svo að mein yrði af. Hann var alltaf
jákvæður gagnvart lífinu, bjartsýnn og starffús.
Hann var hamingjusamlegur maður. Þó að lífið rétti
honum ekki ævinlega „frelsisvínber seydd við sólarkynngi“
— frekar en öðrum, hygg ég, að honum hafi farsælzt
flestir hlutir, svo sem verða mátti.
Hann átti hina ágætustu konu, Laufeyju Vilhjálmsdótt-
ur, og var heimili þeirra með mikilli prýði. Þeim varð
sex barna auðið, og lifa fjögur þeirra, öll mannvænleg.
Hann var vinsæll maður. Þær vinsældir átti hann ekki
að þakka gáfunum einum, ritsnilld né hofmennsku, held-
ur fyrst og fremst góðvild og drengskap, sem stafaði út
frá honum. Ég held þessi fyndni maður hafi aldrei beitt
örvum sínum að samferðamönnunum. Það hefur verið al-
gengur löstur meðal Islendinga á síðari öldum að troða
skóinn niður af náunganum, last um lifandi afreksmenn
hefur þeim verið tamara en réttmætt lof, — Guðmundur
var ekki þar í hópi. Hann var opinn og tilbúinn að meta
það, sem honum féll í geð, og dást að því. Og hann var
grandvar maður og heill.
I æsku hefur hann án efa verið örlyndur, geðbrigða-
maður, en ég ætla, að hugur hans hafi vonum sjaldnar
myrkvast af hinu djúpa og langvinna ölduróti, sem kall-
ast ástríður. Víst er, að hann dýrkaði jafnvægi sálarinn-
ar og heiðríkju hugans, trúði á gróanda frekar en sinna-
skipti. í einni grein lætur hann svo mælt um eitt höfuð-
skáld vort, að það muni jafnan hafa varðveitt barnshjarta
sitt. Ég hygg þetta eigi ekki síður við um hann sjálfan.
Hvorki éljagangur lífsins né heiðnyrðingur lærdómsins
náði að svipta hann hreinleik barnshjartans.
Greinagott yfirlit um ævi Guðmundar Finnbogasonar og rit hans
er í Tímariti Þjóðræknisfélagsins 1943: „Guðmundur Finnbogason
sjötugur“ eftir Stefán Einarsson. Sjálfur hefur Guðmundur lítið
minnzt á ævi sína, og er þetta helzt: Bernskuminningar úr Þing-
eyjarsýslu, Vikan 2. marz 1939. — Æskuminningar, í: Ungur var