Skírnir - 01.01.1944, Side 35
Guöm. Finnbogason
Einar Jónsson myndhöggvari
Utvarpsræða 11. maí 1944
Skrifstofustjóri Útvarpsráðs bað mig að segja hér eitt-
hvað persónulegt um Einar Jónsson í kvöld á sjötugsaf-
mæli hans. Ég átti ekki að tala um list hans, heldur eitt-
hvað um manninn Einar Jónsson, svo sem ég hef kynnzt
honum. Þarna var nú ekki til lítils mælzt. Að lýsa manni
er að minni hyggju eitt vandasamasta verkefni, sem til er
í veröldinni. Vér erum langoftast spéspeglar, meiri eða
minni. Sú mynd, sem vér endurvörpum af öðrum mönn-
um, mótast svo mjög af sjálfum oss, alls konar bungum
og beyglum og vanköntum sjálfra vor, að hún verður
sjaldan söm. Ég gat þó ekki skorazt undan því að reyna
þetta. Einar Jónsson er svo merkilegur maður, og mér
þykir svo vænt um hann, að ég taldi mér skylt að segja
eitthvað af því, sem mér býr í brjósti, er ég hugsa um
hann. Ég hef þekkt hann síðan árið 1892, er ég kom í
skóla og hann var hér í Reykjavík að undirbúa utanför
sína, en mest síðan 1896, er ég kom til háskólans í Kaup-
mannahöfn. Og er ég nú lít yfir minningar mínar um
hann, finnst mér það allra merkilegast, að ég get ekki
fundið neinn mun á manninum þessa nær hálfa öld. Hann
hefur alltaf verið samur við sig. Og þó hefur hann á þess-
um tíma farið víða um lönd, séð borgir og þekkt skap-
lyndi margra manna, líkt og Odysseifur, skapað fullt hús
af listaverkum og er frægur maður. En að vera samur við
sig getur verið með ýmsum hætti. Um Einar er það svo,
að sál hans hefur alltaf verið jafn-skær og hrein, hvar
sem hann var og hvernig sem gekk, og alltaf stefnt að