Skírnir - 01.01.1944, Page 36
30
Guðm. Finnbogason
Skírnir
sama marki, frá því að hann var barn. Hún hefur verið
eins og berglindin og „guðdómleg elskan“, sem Stein-
grímur kvað um:
Hún áfram eins ljúfleg-a leitar,
hvort leiðin er mjúk eða hörð.
Það andar alltaf hreinleik og friði af návist Einars Jóns-
sonar, því öryggi, sem einlægnin og góðvildin veitir. Ég
hef verið með Einari sumar þær stundir, er hann átti
erfiðast og framtíðarhorfurnar voru myrkastar. Alltaf
var hann sama ljósið, aldrei æðruorð, brosið jafnelsku-
legt. Slíkan kraft hefur sá einn, er fylgir æðstu boðum
sálar sinnar. Það hefur hann gert, og þess vegna hefur
líf hans orðið stærsta listaverk hans, því að það felur í
sér öll hin listaverkin hans og hlýðir sömu lögum og þau.
Það eru því góð tíðindi, að þetta mikla listaverk getur nú
bráðum orðið almenningseign, til ómetanlegs gagns og
yndis þeim, sem vilja skilja það og læra af því. Ég hef
fyrir nokkrum dögum fengið að renna augum yfir megin-
ið af endurminningum hans, sem nú eru í undirbúningi
til prentunar. Það þótti mér nú heldur en ekki skemmti-
legur lestur. Þar fáum vér að sjá þróun listamannssálar-
innar frá fyrstu bernsku, fyrsta geislann, er stöðvaði grát
hans og fyllti sál hans friði, fyrstu kúluna, er hann lék sér
að og dáðist að, hagldabrauðið, sem hann tímdi ekki að
borða, af því að það var svo fallegt í laginu, fyrstu mynd-
irnar, er hrifu huga hans, kvistina í baðstofuþilinu, sem
voru honum ótæmandi uppspretta lifandi mynda. Hann
sá alls staðar myndir og alls staðar líf. Umhverfið víkkar
smátt og smátt. Náttúran með öllum sínum unaðsemdum
verður frá upphafi líf af hans lífi. Klettar og fjöll höfðu
sitt skaplyndi eftir sinni ásýnd, lögun og litblæ. Hreyf-
ingar, raddir, litir og ilmur náttúrunnar talar allt sínu
máli. Svo er fólkið á bænum, heimilislífið allt, vetur og
sumar, gestir, kirkjuferðir, kynnisfarir, réttir, kaupstað-
arferðir. Og að lokum þekkir maður ekki aðeins allt heim-
ilisfólkið, heldur meginið af fólkinu í sveitinni, skilur það