Skírnir - 01.01.1944, Side 37
Skírnir
Einar Jónsson
31
og þykir vænt um þaS og hvern staS, sem fyrir kemur í
lýsingunni. Einar virSist sjá í huganum meS öllum um-
merkjum hvern þann staS, er hann kom á í æsku, og finna
enn þann hugblæ, er hverju atviki fylgdi. Og honum
þykir svo vænt um þaS allt, þaS er yfir því einhver helgi-
ljómi og fegurS. ÞaS er gætt æSra lífi. Ósjálfrátt hugsar
lesandinn: Sæll er sá maSur, sem á allan þennan auS! Og
þó liggur slíkur auSur fyrir flestra dyrum, ef þeir hefSu
næmleik hreinnar listamannssálar til aS skynja þaS. Því
miSur virSast fæstir gæddir slíkum næmleik og hreinleik.
En Einar Jónsson var þaS. ÞaS var hiS mikla pund, sem
honum var trúaS fyrir. Og framhaldiS af endurminning-
um hans er um baráttuna fyrir því aS ávaxta pundiS, skila
því hlutverki, sem hann fann, aS honum var faliS. Vér
fáum aS sjá, hvernig honum gekk aS fá leyfi föSur síns til
aS hverfa inn á hina örSugu braut listamannsins, undir-
búninginn í Reykjavík veturinn áSur en ha-nn sigldi,
fyrstu námsárin í Kaupmannahöfn, námsferSir til ýmissa
landa Evrópu, ferS til Vesturheims, kynning viS margt
merkilegt fólk o. s. frv. Yfir allri frásögninni hvílir sú
hreinskilni og heiSríkja hugans, er aSeins djúpur skiln-
ingur á mannlegu eSli og inngróin góSvild megnar aS
skapa. Engum er gleymt, sem einhvern tíma sýndi velvild
eSa rétti hjálparhönd, engum er álasaS, er miSur reynd-
ist. Ég get því miSur ekki dvaliS lengi viS endurminning-
arnar, en ekki get ég stillt mig um aS taka hér ofurlítinn
kafla um þá konu, er Einar telur sig mjög eiga aS þakka
þaS, aS hann fékk leyfi til aS leggja út á listamannsbraut-
ina. Hann dvaldi þá nokkrar vikur á Stóra-Núpi til náms
hjá séra Valdimar Briem og frú Ólöfu, konu hans, og segir
um þaS meSal annars: „Tvö herbergi voru mér kærust í
þeim bæ, HáaloftiS svokallaSa og Kvisturinn. Þar vorum
viS löngum fjórir félagar: Ólafur, sonur séra Valdimars,
Jóhann, sonur Kristjáns bónda aS KárastöSum, og Sig-
urSur SigurSsson, uppeldissonur Björns M. Ólsens rekt-
ors. Þó var Kvisturinn aSallestrarherbergi okkar; en þar
var stundum lesiS minna en skyldi; oft bar eitthvaS á