Skírnir - 01.01.1944, Page 41
Skírnir
Einar Jónsson
33
Ólafar Briem og allra þeirra, sem ég á einhverja svipaða
skuld að gjalda“.
Þó að bjart sé yfir æskuminningum Einars og hann
ætti ástríka foreldra og systkini, kemur það fram, að ekki
hafa þá allir skilið, hvað í honum bjó, og svo hefur það
oft verið síðar. En hverju þá var að mæta frá hans hálfu,
sýna þau orð, er ég nú skal taka úr þrem stöðum í endur-
minningum hans:
„Ég hafði sterka hugsun, sterkan vilja, kaldur fyrir
öllu, sem um mig var sagt, hafði innilega fyrirlitningu
fyrir þeim, sem mig meiddu og skömmuðu, gerði ekkert
til þess, hvorki þá né síðar, að betla vináttu fólks, en þótti
vænt um og virti það vel, ef einhver - sem sjaldan skeði -
rétti mér vinarhönd.“ — „Ég vildi aldrei beygja mig
fyrir því, sem ég vissi, að viðurkennt var, ef mér fannst
annað sjónarmið réttara, og ég fyrirleit allan steingjörv-
ingshátt jafninnilega og hvers kyns skríltízku augnabliks-
ins.“ — „Tízka og stefnur komu mér ekki meira við en
vindurinn, sem blæs úr einni átt í dag og annarri á morg-
un, og að breyta um stefnu í list minni í því skyni að
þóknast öðrum og reyna að skapa verk í viðurkenndum
stíl og anda var mér jafnþvert um geð sem að brjótast
inn í annars manns hús og stela þar. Ég varð að vera
eins og ég var og engan veg öðruvísi, þótt leiðir til fjár
og frama virtust mér gersamlega lokaðar og ég eygði
enga vonarglætu í framtíðinni."
Þetta eru skýr orð, og allir, sem þekkja Einar, vita, að
þarna er hvert orð satt. Hann hefur sannað þau með lífi
sínu og list. Bak við hið einlæga og blíða bros og góðvild
við hvern, sem hann mætir, býr stálvilji, sem enginn þarf
að ætla sér að sveigja, því að hann stjórnast eingöngu af
samvizku, sem býður honum í líferni og list að gera það
eitt, er honum virðist rétt, hvort sem það kostar hungur
eða annað verra. Það sjálfdæmi, er Einar tekur sér um
öll sín mál, viðurkennir hann fúslega öðrum til handa í
þeirra málum, meðan þeir troða ekki öðrum um tær. Það
3