Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 42
34
Guðm. Finnbogason
Skímir
er hið sanna frjálslyndi. Af því jafnt og af góðmennsku
Einars sprettur það, hve frábærlega orðvar hann er um
aðra menn og frábitinn því að leita kunningsskapar við
aðra að fyrra bragði, svo og það, að hann talar aldrei til
þess eins að halda loftinu í hreyfingu, heldur aðeins þeg-
ar hann hefur eitthvað að segja, sem vert er að segja í
það sinn.
En hvernig hefur svo þessum manni farnazt að lokum,
sem hefur haft samvizku sína eina að leiðarstjörnu í líf-
erni og list og haldið stefnunni, hvernig sem blés?
Fátækur sveitapiltur, sem ekkert vildi vera annað en
listamaður á þeim tíma, sem ísland átti engan, og þó
stunda þá list, sem féfrekust er og sízt var von til að
markaður yrði fyrir á landi hér. Var það furða, þó að
sumum sýndist ekki pilturinn búmannlega vaxinn?
En verkin sýna merkin. Uppi á Skólavörðuhæðinni
stendur Safn Einars Jónssonar, stórt hús svo fullt í
hverjum krók og kima af listaverkum hans, að þar er nú
ekkert autt rúm lengur, og verður að stækka það á næst-
unni. — Ég hef stundum verið að hugsa um það, hve
mikið líkamlegt erfiði Einar hefur af hendi leyst með því
að setja upp og móta allar þessar myndir. Ég efast um,
að erfiðið hefði orðið meira, þó að hann hefði verið í
vinnumennsku alla ævi, og spurning, hvort kaupið hefur
verið meira. En þessi vinnumennska er sérstaks eðlis.
Einar hefur verið í þjónustu óhlífins húsbónda, sem sjald-
an hefur unnað honum hvíldar, en það er listamannsandi
hans. Hann hefur skipað honum að færa þjóð sinni sann-
ar fregnir af öllu því merkasta, er hann hafði numið af
eintali sálarinnar við náttúru lands vors og annars staðar
í hugarheimum, og það hefur hann gert dyggilega. Eng-
inn þarf þó að ætla, að menn skilji enn til fulls þann boð-
skap, sem í þessum listaverkum Einars Jónssonar er fólg-
inn. Þess er ekki heldur nein von. Listaverk, sem nokkurs
er um vert, verða menn að umgangast lengi, áður en þau
opinbera allt eðli sitt. Og þau gefa þeim einum, sem þiggja
vilja.