Skírnir - 01.01.1944, Side 46
38
Sigurður Nordal
Skírnir
Þetta kvæði var endurprentað í 2. útgáfu Snótar, 1865,
og í kvæðaskránni aftan við bókina eignað G. S. Th., þ. e.
síra Gísla Sigurðssyni Thórarensen. f Ljóðmælum síra
Gísla, 1885, er það enn prentað á síðustu blaðsíðu, aftan
við athugasemdirnar um kvæðin, og fylgir því svo hljóð-
andi neðanmálsgrein: „Þessa kvæðis er hvergi getið í
handritum skáldsins. í Fjölni stendur það án nafns eða
merkis, en mun þó [í Snót] vera réttilega eignað síra
Gísla. Útg.“ Með öðrum orðum: Jón Ólafsson, sem sagt
er, að hafi séð um útgáfu Ljóðmæla síra Gísla, hefur ekki
haft hugboð um, að kvæðið væri eignað honum, fyrr en
prentun bókarinnar var að verða lokið, og enga heimild
fyrir því nema Snót, að það væri eftir Gísla Thórarensen.
Kvæðið hefur orðið allkunnugt og samt tæplega svo
sem það á skilið. Það mun hafa orðið tilefni þess, sem
sagt hefur verið, að allir hafi orðið skáld, er þeir ortu um
Jónas Hallgrímsson, þótt ella væru leirskáld.1) Þetta get-
ur ekki átt við þá Benedikt Gröndal og Grím Thomsen, sem
báðir ortu um Jónas, því að hvor tveggja var þjóðskáld.
Kvæði Gröndals um Jónas er fallegt, en ekki frábært,
enda var Gröndal þá ungur og byrjandi í listinni. Og þótt
kvæði Gríms sé ágætt, er það ekki betra en margt annað,
sem hann kvað.
Nú væri það of harkalegur dómur um Gísla Thóraren-
sen, að hann hafi verið leirskáld. En tvímælalaust er
hann einn af smæstu spámönnunum. Ef þetta kvæði væri
réttilega eignað honum, mætti til sanns vegar færa, að
andinn hefði þá komið yfir hann í fyrsta og síðasta sinn
á ævinni. Svo mjög bæri það af öðrum skáldskap hans.
Sízt vildi ég reyna að svipta Jónas þeim sóma, fremur en
nokkurum öðrum, að andlát hans og söknuður vina hans
hafi getað lyft skáldgáfu þeirra til hærra flugs en venju-
lega. En samt er hæpið að trúa því, að síra Gísli, sem lifði
27 ár eftir þetta, hefði aldrei síðan getað hrært þann
streng, sem sleginn er í þessu kvæði. Vér skulum nú at-
1) Sjá Menn og menntir IV, 69.