Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 47
Skírnir
Svo kvað Konráð
39
huga, hvað mælir með því og móti, að það geti verið eftir
hann.
II.
Gísli Thórarensen var fæddur 1818 og dvaldist í Kaup-
mannahöfn 1840—47. Hann var góðkunningi Jonasar,
einn af hinum yngri Fjölnismönnum, orti og ritaði í Fjölni
og var á annan hátt riðinn við útgáfu hans. Svo segir í
fundabók Fjölnisfélags, að 19. maí 1847 „var borið upp
kvæði eftir Gísla Thórarensen, og var það tekið í einu
hljóði".1) Hefur að vonum verið talið sennilegt, að þetta
væri erfikvæðið um Jónas. Þess er enn vert að geta, að
báðir útgefendur Snótar voru þá í Höfn og annar þeirra,
Gísli Magnússon, á þessum fundi, svo að líklegt væri, að
hann hafi vitað, hvað hann söng, er hann eignaði Gísla
kvæðið, ef það er hið sama, sem hér er um rætt.
Þá er að benda á hitt, sem dregur úr þessum líkum eða
mælir beinlínis á móti þeim.
1) Ekki er mikið að marka, þótt kvæðið standi í Fjölni
án nafns eða merkis. Engri fastri reglu var fylgt um slíkt
í ritinu. Eftir Gísla Thórarensen eru þessi kvæði í Fjölni:
Bókasala (VI. ár), án nokkurs höfundarmerkis, — Til
móður minnar á banasænginni (VII. ár), undirritað G.
Thórarensen, — Kveðja (sama ár), undirritað S. Th. (ef
til vill af vangá fyrir: G. S. Th.).
2) Hitt væri furðulegra, að Gísli, sem lagði allmikla
rækt við skáldskap sinn og færði flest kvæði sín jafnóðum
inn í syrpur, sem útgefandi Ijóðmæla hans hafði í hönd-
um, hefði ekki skrifað þetta kvæði þar. í aths. aftan við
ljóðmæli hans segir svo: „Síra Gísli hefur þegar í skóla
haldið saman kvæðum sínum og ritað ið helzta þeirra í
bók. Þessum hætti hefur hann haldið alla ævi, og liggja
þannig eftir hann alls fjórar smábækur í 8 bl. broti með
kvæðum. Ekki hefur hann þó ritað allt í bækur þessar,
því að margt finnst eftir hann á lausum blöðum, einkum
1) Eimreiðin 1927, 195. bls.