Skírnir - 01.01.1944, Side 49
Skírnir
Svo kvað Konráð
41
skáldskap, sannfærzt um með því að lesa vandlega þetta
kvæði og síðan ljóðmæli Gísla, og er óþarft að fara frek-
ar út í það. Til vitnis um það má m. a. nefna áður greind
ummæli, að „leirskáld“ hafi orðið skáld, er þau ortu um
Jónas. Ekkert annað kvæði eftir Gísla þótti þess virði að
taka það í Snót. Þó að dómar Benedikts Gröndals í Dægra-
dvöl séu ekki alltaf Salómonsdómar, hygg ég mat hans á
Gísla nærri lagi: [Skáldskapur Gísla (frá Hafnarárun-
um) var] „þunnur og magur og engin fyndni í því, sem
hann ætlaðist til, að svo væri“ o. s. frv. Mér er nær að
halda, að Gröndal hefði ekki sagt þetta svo skilyrðislaust,
ef hann hefði vitað, að Gísli væri höfundur kvæðisins um
Jónas, sem hlýtur að hafa verið mikils metið, þegar það
kom út í Fjölni.1) Og væri kvæðið eftir Gísla, hafði hann
enga ástæðu til þess að fara dult með það, enda ekkert,
sem bendir til, að hann hafi sett ljós sitt undir mæliker.
6) Loks skal hér gerð athugasemd um eitt smáatriði,
sem menn kunna að leggja út á tvo vegu, ef þeir fara að
bera kvæðið um Jónas saman við Ijóðmæli Gísla. í þeim
er ófullgerð sonnetta: Til herra Helga biskups, — sem
byrjar svo:
Þegar mcnn lirærðu hörpustrenginn sinn
til heiðurs við þig eftir veikum mætti---
sbr. upphaf 2. erindisins í kvæðinu hér að framan. Að
vísu er hér um svo algengt, skáldlegt orðtæki að ræða, að
ekkert beint samband þarf að vera á milli. En ef svo væri,
hygg ég, að í sonnettubroti Gísla sé fremur bergmál úr
hinu kvæðinu en hið gagnstæða. Þó að síðasta lína brots-
ins hljóði svo: Flytji þig heilan Fróni hin snara gnoð —
og Helgi Thordarsen væri vígður 1846, er sonnetta Gísla
líklega ekki kveðin fyrr en 1847, um það bil er hann var
1) Rétt er að benda á, að Björn M. Ólsen nefnir ekki þetta kvæði
meðal þess, sem Gísli hafi lagt til Fjölnis (sjá ævisögu Konráðs
Gíslasonar í Tímariti Bókmenntafélagsins, 1891, 56. bls.). En ekki
verður séð, hvort Hér er um gleymsku að ræða eða Ólsen hefur í
rauninni efazt um, að kvæðið væri eftir Gísla.