Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 50
42
Sigurður Nordal
Skírnir
að fara heim til íslands og hugði á prestskap. Hann hefur
ætlað að færa biskupi hana og sett sig í þau spor, að hún
væri ort rétt eftir kveðjusamsætið í Höfn. Það er jafnvel
ólíklegra, að Gísli hefði haft sömu orðin, ef hvort tveggja
væri eftir hann. Hins vegar kemur fyrir, að hann hálf-
vitnar í kvæði eftir aðra menn í gamans skyni (sjá Ljóð-
mæli, 33. bls.).
III. ■
En hver er líklegur til þess að hafa ort þetta kvæði, ef
það er ekki eftir Gísla Thórarensen? Að Jónasi Hall-
grímssyni látnum var ekki nein þröng á skáldaþingi Is-
lendinga. Sveinbjörn Egilsson kemur ekki til greina af
ýmsum ástæðum, m. a. vegna þess að kvæðið er ekki
prentað í ljóðmælum hans, enda má telja víst, að það sé
ort í Höfn og sennilega af einhverjum þeirra Fjölnisfé-
laga. Skáldin í Höfn voru þá Grímur og Gröndal, sem
báðir ortu önnur erfikvæði um Jónas, — og Jón Thórodd-
sen. Jón á ómerkt kvæði í níunda árgangi Fjölnis, en
kvæðið um Jónas er ekki í kvæðabók hans, ólíkt skáldskap
Jóns, og auk þess var hann annar aðalútgefandi Snótar,
svo að það tekur af öll tvímæli um, að hann geti verið
höfundur þess. Loks má nefna Þorleif Guðmundsson Repp,
sem á „Landa-vísor“ (með skýringum) í sama árgangi
Fjölnis, en engum heilskyggnum manni getur til hugar
komið að eigna honum hitt kvæðið.
Þá er aðeins eftir einn þeirra Fjölnismanna, sem mér
virðist koma til mála: Konráð Gíslason. Mun ég nú færa
fram nokkur rök, sem benda til þess, að hann hafi getað
ort þetta kvæði og sé allra manna líklegastur til þess.
Benedikt Gröndal segir svo í Dægradvöl: „Konráð hafði
vel vit á skáldskap, en ekki held ég hann hafi getað ort
nema kersknisvísur, og var honum létt um að taka menn
fyrir og yrkja um þá. [Síðan tilfærir Gröndal þrjár vísur
af þessu tagi.]------íslendingar höfðu annars það álit á
Konráði, að hann mundi geta tekið öllum fram í skáld-
skap, hefði hann viljað. Slíkt álit er stundum á mönnum,