Skírnir - 01.01.1944, Page 52
44
Sigurður Nordal
Skírnir
Konráðs hinum prentuðu og enn betur af einu, sem óprent-
að er og óþarft að prenta. Þetta var ávani og háttur þeirra
kunningjanna, rómantísk ólíkindalæti, að flíka því sízt
hversdagslega, sem þeir unnu mest, en slá tali og bréfum
upp í glens og gáska.
IV.
Þó að kvæðið hér að framan sé ekki nema fimm erindi,
mætti rita langt mál um stíl þess og efni. Hér verður að-
eins vikið að þeim atriðum, sem mér finnst sérstaklega
benda til þess, að Konráð hafi ort það. Aðrir geta síðan
kannað það vandlegar, ef þeim finnst taka því.
Kvæðið virðist ort af manni, sem taldi sig nákunnugan
Jónasi, hafði „fylgt“ honum langa tíð og verið trúnaðar-
vinur hans um þau efni, sem honum voru hugfólgnust.
Allt á þetta betur við um Konráð, skólabróður Jónasar
frá Bessastöðum og sálufélaga öll Hafnarár hans, en Gísla
Thórarensen, sem var ellefu árum yngri, þó að með þeim
Jónasi væri góð vinátta. Má til samanburðar við kvæðið
minna á þessi ummæli Konráðs í greininni um Jónas 1
Fjölni: „Hörmuðu þeir (þ. e. fslendingar í Höfn) forlög
hans og tjón ættjarðar sinnar, hver sá mest, sem honum
var kunnugastur og bezt vissi, hvað í hann var varið.-----
Svo ágætt sem margt af því er (þ. e. sem eftir hann ligg-
ur), má þó fullyrða, að flest af því komist í engan sam-
jöfnuð við það, sem í honum bjó, og að það geti ekki sýnt
til hlítar, hvílíkur hann var sjálfur í raun og veru.“ Hér
talar maður, sem „þekkti andann, sem drottinn gaf“ Jón-
asi, eins og sagt er í kvæðinu. í hvoru tveggja er óbeinlínis
fólgið, að fáir muni hafa þekkt Jónas svo, — og þarf eng-
inn að efa, að það fer betur í munni Konráðs en Gísla.
Þá er kvæðið þrungið af lotningu fyrir háleitu og guð-
legu eðli skáldskaparins, sem þeim Jónasi og Konráði
hefur verið sameiginleg. Hún kemur fram í þeim orðum
kvæðisins, sem alkunnust hafa orðið: „guð er sá, sem tal-
ar skáldsins raust“. Til samanburðar við þau má taka
þessi ógleymanlegu ummæli í grein Konráðs: „Slíkir menn