Skírnir - 01.01.1944, Qupperneq 53
Skírnir
Svo kvað Konráð
45
lifa margar sælustundir, sem mikill þorri manna þekkir
ekki og getur ekki heldur þekkt, sökum eðlis eða uppeldis
eða hvors tveggja“. Þau gat enginn skrifað nema sá mað-
ur, sem sjálfur hafði reynt eitthvað líkt, dæmdi af þeirri
reynslu, en ekki sögu annarra. Þau gat engum komið til
hugar að skrifa nema manni, sem þekkti annars konar
andagift en Gísla Thórarensen var gefin.
Enn er eftir að nefna það einkenni þessa kvæðis, sem
fyrir utan stílfegurð þess, þrótt og lýtaleysi gerir það
ólíkast skáldskap Gísla og fari hans öllu, en það er undir-
alda þess af bölsýni og þunglyndi, eins og skáldið hafi
ekki einungis misst ástfólginn vin, heldur sé lífið orðið
honum einskis virði:
I allra dísa óvild nú vér göngum.
------ og fúsir berast út á dauðans haf,
því hér er allt svo dauft og sem í draumi.
-----en oss skal huggun Ijá:
vér eigum líka af lífsins svefni að rakna.
Þetta eru ekki venjulegir erfiljóðakveinstafir, heldur and-
vörp manns, sem finnst hann vera að kveðja gleði sína.
Einmitt á slíkum tímamótum stóð Konráð Gíslason,
þessi skapþungi, viðkvæmi, duli, vinfasti og vinfái mað-
ur, um það bil, er þetta kvæði var ort. Hann hafði misst
Jónas, sem hefur verið honum meira virði fyrir anda hans
og sál en nokkur þeirra, sem eftir lifðu. Hann sá fram á,
að óskabarn hans, Fjölnir, sem hann mun hafa átt fyrsta
frumkvæðið að stofna, var að deyja. Jón Sigurðsson, sem
hafði skilizt við Fjölnismenn, og Ný félagsrit hans áttu
framtíðina og fylgi hinna yngri manna. Og Konráð varð
fyrir þeim harmi að missa unnustu sína, sem hann unni
hugástum. Allt einkalíf hans síðan var orpið skugga og
bjarma þeirrar minningar.
Þó að undarlegt sé, hef ég ekki getað fundið örugga
heimild um, hvenær heitmey Konráðs andaðist, og er þess
þó allvíða getið. Björn M. Ólsen segir í Tímariti Bók-
menntafélagsins (1891), að Konráð hafi trúlofazt vorið
1845, og er það vafalaust rétt, því að það er eftir sögn