Skírnir - 01.01.1944, Side 54
46
Sigurður Nordal
Skírnir
Sigurðar Melsteðs, sem þá var sambýlismaður hans, en
fór heim sama vor. Þá segir B. M. Ó., að stúlkan hafi
andazt vorið 1847, en getur ekki heimildar. H. Kr. Frið-
riksson segir í Sunnanfara (1897), að Konráð hafi trú-
lofazt um veturinn 1845—46, en unnusta hans dáið um
vorið 1847. Matthías Þórðarson nefnir líka „vorið 1847“
(í ævisögu Jónasar Hallgrímssonar). Hins vegar segir
Páll Eggert Ólason,1) að unnusta Konráðs hafi látizt
1846, en getur ekki heimildar og hefur sagt mér, að hann
muni ekki, hvað hann hafi haft fyrir sér um þetta. Með
því að nú er ekki kostur að leita í óprentuðum samtíðar-
bréfum (í handritasöfnum), verður að tjalda því, sem til
er. Benedikt Gröndal segir í Dægradvöl: (Konráð) „missti
unnustu sína, og fékk honum svo mikils, að ekkert gat
huggað hann. Hann fékk þá styrk til að ferðast til Þýzka-
lands til lækninga við augnveiki, sem þjáði hann einnig,
en það hefur hann þá einnig notað til að' fá afþreyingu í
þessari miklu sorg. Þetta var nú áður en ég kom til Hafn-
ar“ (þ. e. haustið 1846). B. M. Ó. segir, að Konráð hafi
tekið sér lát stúlkunnar „fjarskalega nærri, svo að hann
var varla mönnum sinnandi“. Jón Sigurðsson segir í bréfi
til Gísla Hjálmarssonar 28. sept. 1846: „Konráð er kom-
inn frá Þýzkalandi, en fer ekki heim nú (þ. e. að lærða
skólanum), og sumir segja ekki síðar“. Af öllu þessu
þykir mér sennilegast, að ártalið 1846 sé réttara en 1847.
Konráð fær veitingu fyrir kennaraembætti í Reykjavík
27. apríl 1846. Unnusta hans deyr seinna um vorið. Hann
fer til Þýzkalands um sumarið, en er þegar um haustið í
efa um, hvort hann eigi að taka embættið heima, þegar
hann sér fram á að verða einhleypur maður.
Ef þetta er rétt og Konráð hefur ort kvæðið um Jónas
að unnustu sinni látinni, verður hinn þungi tregablær á
því skiljanlegri en ella, þótt það skipti ekki höfuðmáli um
líkindin fyrir því, að hann sé höfundur þess.
Þá skal þess að lokum minnzt, að í kvæðinu ber meira
1) Jón Sigurðsson I, 118.