Skírnir - 01.01.1944, Side 55
Skírnir
Svo kvað Konráð
47
á lifandi guðstrú en í kveðskap Gísla Thórarensens, þótt
hann yrði prestur. En Konráð var alla ævi trúmaður
mikill (sbr. ummæli hans í æviágripi af sjálfum sér,
Tímarit 1891, 6. bls.: „en þó hafa mínar kristilegu skoð-
anir aldrei bifazt“).
V.
Konráð Gíslason átti ekki langt að sækja skáldgáfu.
Gísli faðir hans var sæmilegt rímnaskáld og hagyrðingur
og ritsnjall að eðlisfari, þótt smekkur hans væri ófágaður
og hamfarirnar í bóklegum störfum meinuðu honum alla
yfirlegu. Evfemía, móðir Konráðs, var hagmæltari en
maður hennar, og mikils hefur skáldskapur verið metinn
og með hann farið á því heimili. Konráð varð andstæða
föður síns um fljótvirkni, vandvirkni og vandlæti. Að
öllum líkindum hefur hann ort eitthvað allt frá æsku, en
lítt látið á því bera. Kynni hans af bezta skáldskap, er-
lendum og fornum, hafa gert hann enn ófúsari að sætta
sig við það, sem hann kvað, — síðan kom Jónas til sög-
unnar, og ekkert var Konráði fjær skapi en vera „næst-
beztur“ í nokkuru, sem hann fékkst við. Missir Jónasar
(og unnustunnar) hefur knúið hann til þess að leita til-
finningum sínum fróunar í skáldskapnum. Ef til vill hef-
ur honum komið til hugar að leggja nú meiri rækt við
hann. En hann hefur ætlað að fara varlega, fela nafn sitt
svo, að almenning grunaði ekki neitt, og bíða átekta.
Hann stóð sérstaklega vel að vígi að dylja nafn kvæðishöf-
undarins, af því að hann hafði aðalumsjón með útgáfu og
prentun Fjölnis. Erfikvæðið um Jónas hefur hann, — ef
það er kvæðið, sem Gísli Thórarensen las á fundinum, —
falið Gísla með svo ströngu þagnarheiti, að Gísli þorði
ekki að rjúfa það. Það væri þá misskilningur fundar-
manna og fundarritara, að Gísli hafi eignað sér kvæði það,
sem hann las. En ef hann hefði andmælt bókuninni, hefði
hann ekki treyst sér til þess að standa af sér þær spurn-
ingar um höfundinn, sem á honum hefðu dunið.