Skírnir - 01.01.1944, Page 56
48
Sigurður Nordal
Skírnir
Svo er sagt um Högna Hjarandason í Andra rímum,
að hann gengi í haug Svanhvítar konu sinnar:
Hreystiverkum öðlings á
allar þjóðir firnar,
feigðar salsins færði þá
feikna bjarg í dyrnar.
Allan byrgir inngang hann,
undrun var það meiri.
Máttu ei bæra þvita þann
þrettán manns eða fleiri.
Fjölnísmaðurinn Konráð Gíslason gekk í haug Jónasar,
Fjölnis og unnustu sinnar. Hann gróf sig niður í grúskið,
huldi innganginn að helgidómi æskuáranna með lærdómi
og skopvísum, sem hann hafði til varnar við umhverfi
sínu og til þess að firra sig öllum grun um, að hann hefði
nokkurn tíma ætlað sér að verða skáld í alvöru. Enginn
lifandi maður veit, hvað hann hefur ort síðan eða hvort
það hefur verið nokkuð. En hann samdi, að því er Indriði
systursonur hans hefur eftir honum, sögu Fjölnis þrisvar
og brenndi hana jafnoft. Kvæði hafa vel getað farið sömu
leiðina. Fyrir hvern átti hann að yrkja, þegar Fjölnir var
moldaður og allir ástvinir hans horfnir? Átti hann að
láta unga Hafnarstúdenta, sem yfirleitt voru honum and-
vígir, vera að fetta fingur út í kvæði frá hjartarótum sín-
um? Nei, þeir máttu gjarnan fá kersknistökur og klám-
vísur við og við. Honum var ósárt um þær, og meinfúsum
íslendingum mátti alltaf treysta til þess að meta þær að
verðleikum.
Þegar 2. útgáfa Snótar var prentuð, var Gísli Thórar-
ensen prestur að Felli í Mýrdal. Hann var léttlyndur,
drykkfelldur og enginn smámunamaður. Líklega hefur
hann hugsað sem svo: „Eigni þeir mér hvað sem þeir
vilja, blessaðir, en aldrei skal ég Konráð svíkja!“ Hann
andmælti ekki, a. m. k. ekki opinberlega. En hann ásæld-
ist ekki kvæðið. Honum kom aldrei til hugar að prýða
syrpur sínar með því. Úti í Kaupmannahöfn hefur einn