Skírnir - 01.01.1944, Qupperneq 57
Skírnir
Svo kvað Konráð
49
lærður prófessor brosað í gráan kampinn, þegar hann sá
Snót, dálítið beisku brosi, samt ekki alls óánægður: þeim
hafði þó fundizt þetta kvæði betra en „önnur“ kvæði
Gísla Thórarensens!
VI.
Mörgum mun finnast sú saga ótrúleg, að maður yrki
slíkt kvæði og hætti síðan — eða stilli sig um að láta
nokkuð frá sér fara. En skáld eru ekki svo sérstök mann-
tegund sem margur heldur. Einhver vitur maður hefur
sagt, að flestir menn séu skáld, sem deyi ung. Hann átti
við, að á æskuárum blossi upp eitthvað af skáldlegri
ímyndun í mörgum mönnum, en kafni síðan í hlóðunum,
þegar grautarpottur lífsbaráttunnar sé settur á þær. Það
er undir atvikum, örlögum og ástundun komið, hverjir
reyna að halda andagiftinni lifandi og færa hana í form.
Allir vita, að margir yrkja, sem geta það ekki, — færri
hugsa um hitt, að sumir gætu það, en gera ekki. Sú dóm-
vísi og vandfýsni, sem knýr góðskáldin og stórskáldin til
þess að fullkomna kvæði sín, en leirskáldin brestur, svo að
þeim finnst allt gott og eru óðfús að bera það út á stræti
og gatnamót, — getur borið skáldgáfuna ofurliði hjá öðr-
um mönnum, meinað þeim að ljúka við nokkuð á þann
hátt, að þeim finnist það listinni samboðið og vilji af-
henda það almenningi. Skaplyndi kemur þar líka til greina
engu síður en gáfnafar.
Ef verða mætti til skilningsauka því, að Konráð Gísla-
son geti verið höfundur kvæðisins um Jónas, langar mig
til þess að minna á nýlegt dæmi og fróðlegt til saman-
burðar, og vona ég, að maðurinn, sem ég nefni, fyrirgefi
mér, þegar hann les þessar línur. Sá maður situr nú ein-
mitt á kennarastóli Konráðs í Hafnarháskóla. Jón Helga-
son var allt frá stúdentsárum sínum alkunnur meðal fé-
laga sinna og síðan fleiri manna fyrir gamankvæði sín
og kerskikvæði. Hann fór alls ekki dult með flest þeirra
fremur en Konráð með skáldskap sinn af sama tagi.
Margir höfðu gaman af þessum kvæðum, þau þóttu vel
4