Skírnir - 01.01.1944, Page 58
50
Sigurður Nordal
Skírnir
kveðin o. s. frv. En fæstir munu hafa hugsað um, að
þarna væri nógu haglega haldið á stíl og formi, til þess
að hæfði veglegri viðfangsefnum, — trauðla nokkurn
grunað, að sami maðurinn væri jafnhliða þessum hálf-
kæringi og gráglettni að yrkja einhver fegurstu kvæði,
sem á síðari árum hafa verið kveðin á íslenzka tungu.
Seinni hluti kvæðabókarinnar tJr landsuðri kom jafnvel
beztu vinum Jóns Helgasonar algerlega á óvart.1) Tvennt
er að minnsta kosti líkt um þá Konráð, án þess að ég ætli
mér hér að lýsa Jóni Helgasyni. Vandvirknin og vandlæt-
ið eru svipuð. Ég held, að Konráð hefði litið með fullkom-
inni velþóknun á íslenzk miðaldakvæði: frá slíkri útgáfu
verður ekki betur gengið. Og þeim er sameiginlegt að
vera dulir á tilfinningar sínar hversdagslega. En örlög
þeirra hafa orðið ólík. Konráð einangraðist meir og meir
frá miðjum aldri. Jón Helgason hefur borið gæfu til þess
að koma skapi sínu við hinar yngri kynslóðir Hafnar-
stúdenta eigi síður en jafnaldra sína. Mér hefur stundum
orðið að spyrja með sjálfum mér: Hefðu slík kvæði sem
f vorþeynum, Á Rauðsgili og Lestin brunar, vísurnar
Einn og Það var eitt kvöld — nokkurn tíma komið fyrir
almennings sjónir, ef afstaða Jóns til umhverfis síns og
samtíðar hefði orðið með sama hætti sem Konráðs eftir
1847, — eða hefðu þau íarið í eldinn? Ég get ekki svarað
spurningunni. En hún hefur samt fært Konráð Gíslason
nær mér, — eins og þessi tilgáta um höfund erfikvæðisins
um Jónas hefur opnað mér skýrari sýn um andlegt sam-
neyti þeirra Konráðs og hina undarlegu vegi „skáldanna,
sem deyja ung“.
1) Þess skal getið, svo að enginn missk’lji, að ég var orðinn sann-
færður um, að Konráð hefði ort kvæðið um Jónas, löngu áður en
Úr landsuðri kom út, svo að kvæði Jóns Helgasonar eiga enga sök
á tilgátu minni, þótt þau séu nefnd hér sem ekki óskylt dæmi.