Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 59
Einar Ól. Sveinsson
Jónas Hallgrímsson og Heinrich Heine
í fyrsta árgangi Fjölnis, 1835, er grein, skrifuð af þeim
Jónasi HallgrímsSyni og Konráði Gíslasyni í sameiningu,
og nefnist hún Frá Hæni. (Eins og allir kannast við,
höfðu þeir félagar á þessum árum þann sið, þegar þeim
bauð svo við að horfa, að íslenzka erlend nöfn — og
stundum heldur óvægilega.) Greinin hefst þannig:
„Hinrik Hænir (neðanmáls Heinrich Heine) heitir mað-
ur. Hann er borinn og barnfæddur suðr á Þýzkalandi, þar
sem heitir Þusslaþorp (Dússeldorf) þrem vetrum fyrir
aldamótin. Þegar hann óx upp, var hann settur til mennta,
stundaði lögfræði og varð „Doctor juris“, og hæðist hann
að því oftlega síðan. Hann er gott skáld: andagiftin mikil
og ímyndunaraflið, en þó ekki brestur á viti. Samt er
hann ekki stöðugur í sér, þegar hann yrkir; því meðan
það er sem blíðast og barnalegast hjá honum, þá er hann
allt í einu rokinn og gengur berserksgang, og meðan
hann leikur sér í meinleysi og er ekki nema tilfinningin
tóm, veit enginn fyrri til en hann verður meinhæðinn og
tilfinningarlaus. Fáir menn munu vera sjálfum sér ólík-
ari; — nema þegar hann talar um frelsið, þá er hann
ævinlega sjálfum sér samur, því Hænir ann frelsinu eins
og allir þeir, sem beztir og vitrastir eru; enda er hann
orðinn óvinsæll á Þýzkalandi, bæði fyrir það og annað,
svo hann má valla koma þangað framar. Hann situr í
Parísarborg í góðu yfirlæti, en langar samt heim þaðan,
eins og von er á. Alstaðar er flóttamaðurinn einmana.
Hér á að koma dálítið sýnishorn af Hæni. Það er tekið
aftan úr þeirri bók, sem heitir „Die Reisebilder“ og segir