Skírnir - 01.01.1944, Síða 61
Skírnir
Jónas Hallgrímsson og Heinrich Heine
53
uppreisnaranda. Þa'ð má heita, að forlögin héldu honum
í járngreipum sínum, svo að hann komst ekki hjá að
verða samtíð sinni tákn, sumum til fyrirmyndar, öðrum
til hneykslunar. Það var ekki fjarri því, sem í vísunni
stendur:
Eigðu Hof á Höfðaströnd,
hvort þú vilt eða ekki.
Annað, sem hreif þá félaga, var skáldgáfa Heines, og á
henni hafa þeir haft mikinn skilning. Þeir heillast þá ekki
aðeins af hinni töfrafullu, litauðgu og magnþrungnu ljóð-
rænu hans, heldur einnig því, sem markar skáldskap hans
gleggstu marki: andstæðunum í tilfinningalífi hans, tví-
sýni hans, háði hans.
Catullus kvað forðum daga:
Odi et amo. quare id faciam fortasse requiris.
nescio, sed fieri sentio et excrucior.
„Ég hata og ég elska. Þú spyrð ef til vill, hvers vegna
það sé. Ég veit það ekki, en ég finn, að þetta er svo, og ég
kvelst.“ Á líkan hátt lék fyrirlitningin refskák við þrána
eða hrifninguna eða ástina í huga Heines. Hjá honum
skiptist því á ljúflingsljóð, tær eins og þjóðkvæði, rammi-
slagur ástríðunnar og miskunnarlaust spott. Oft hefst
kvæði þá á hrifningu og endar á spotti. Á þessu kann
Heine alveg fádæma góð skil. Án efa er hann á meðal
fyndnustu manna, sem á penna hafa haldið.
Rómantíkin hafði öðrum þræði frá upphafi aðhyllzt
tvísýnið, hæfileikann til að líta á hlutina frá tveim and-
stæðum hliðum, frá sjónarmiði veruleika og hugsjónar.
Þess vegna var Don Quixote allt að því heilög bók í aug-
um sumra rómantískra skálda. Nú var rómantíkin komin
að því að leysast upp. Tvísýnið varð þá að logandi sáru
háði, sem dæmdi drauminn frá sjónarmiði veruleikans.
Þessi var staða Heines í bókmenntum þjóðar sinnar.
En hér til kom annað, sem gerði Heine frá upphafi
tvísæjan og marglyndan. Hann var tveggja heima barn.
Hann var Gyðingur að uppruna og hlaut í uppvextinum