Skírnir - 01.01.1944, Síða 62
54
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
þátttöku í menning-ar- og trúarerfðum feðra sinna. En
óðara en hann komst á legg, fór hann í skóla kristinna
manna. Hvorttveggja, hin austræna erfð og hin vestræna
menning, dró hann að sér og hratt honum frá sér á víxl;
hann fór að eiga heima alstaðar og hvergi, tilfinningar
hans milli þessara afla voru á hvörfum milli aðdráttar
og fyrirlitningar. Hann gáttast að lokum á því, sem er
kjarni hvorstveggja, honum lærist að líta niður á það.
Hann lætur skírast, ekki af sannfæringu, heldur skoðaði
hann skírnina sem aðgöngumiða að evrópisku menningar-
lífi. Hún kom honum þó að engu haldi, og síðan má varla
á milli sjá, um hvort hann talar ver, kristindóm eða gyð-
ingdóm. Þangað til hann að síðustu, milli kvarnsteina
forlaga sinna, heldur maðkur en maður, gerist ekki alveg
fráhverfur því að sýna nokkra lotningu því, sem hann
hafði brennt, eins og sjá má á hinu merkilega kvæði hans
Prinzessin Sabbath.
Háð og fyndni og hálfkæringur Heines féll í góða jörð
þar sem var stúdentagáski þeirra félaga Jónasar og Kon-
ráðs og Brynjólfs Péturssonar. Þó að einkennilegt megi
heita, eru enn nóg vitni um þennan gáska þeirra, og má
þar fyrst af öllu telja sum bréf Jónasar. Þar hefur hann
látið móðan mása, þau eru full af kynlegri og skemmti-
legri vitleysu, órum og tiktúrum, skopstælingum og tví-
ræðum orðum; innan um er svo hófstilltari kímni, eins og
í sögunni af ferð Englandsdrottningar til Frakklands, eða
dýrlegur skáldskapur, eins og sumar vísurnar í Salthólms-
ferð. Benedikt Gröndal segir síðar svo frá Konráði, að
,,hann hélt mikið upp á excentriskt, fantastiskt tal; það
voru leifar af samverunni við Jónas og Brynjólf frá fyrri
árum'V) Hann nefnir og ýmsar vísur, sem Konráð fór
með, sumt gaman eða háð um menn, sumt kynlegt rugl.
Þessa þýzku vísu hefur hann eftir Konráði, og sýnir hún
spott róttækra stúdenta um hernaðarandann í einhverju
af þýzku furstadæmunum:
1) Dægradvöl 249.