Skírnir - 01.01.1944, Page 63
Skírnir
Jónas Hallgrímsson og Heinrich Heine '
55
Der Kraftdragon, der grösste Mann
schniirt sich den Leib gewaltig an,
damit das Herz dem grossen Mann
nicht in die Hosen sinken kann.1)
Upp úr jarðvegi þessa stúdentagáska er Heljarslóðar-
orusta sprottin.
En hér kemur líka annað til greina, sem ef til vill gerði
þeim Jónasi og Konráði auðveldara að sætta sig við Heine
en ætla mætti. Þeir voru líka a. n. 1. tveggja heima börn,
ekki vegna kynstofns eða trúar, heldur vegna menningar-
afstöðu sinnar, og var hún fléttuð saman bæði af jákvæð-
um og neikvæðum þáttum. Annars vegar var norðlæg
hnattstaða, einangrun, fátækt og fámenni, þjóðin hafði
langar stundir staðið í stað, þegar aðrar þjóðir sóttu sem
mest fram í hvers konar menningu. Hins vegar var arf-
leifð Islendinga: þeir eru sú Vesturlandaþjóðin, sem helzt
hefur að nokkru marki menningararf, sem er annars eðlis
en hin rómversk-kristna vestræna menning. Ég á hér vita-
skuld við fornbókmenntirnar með þeirra mikla sjálfstæði
í list og siðaskoðun, og afspringi þeirra í síðari alda
menningu íslendinga. Og þó að áhrif Vestur-Evrópu-
menningarinnar væru stöðug allt frá landnámstíð, varð
þó íslenzk menning mjög með sínu lagi. Nú reyndu marg-
ar aðrar þjóðir, einkum Norðurlandaþjóðirnar, að færa
sér norrænar fornbókmenntir í nyt, en þær voru þá vana-
legast matreiddar samkvæmt reglum evrópiskrar soðlist-
ar, og á þeim tíma, sem hér ræðir um, í rómantískri sósu.
En það er mikil saga, sem ekki er ástæða til að sinna
frekar í þetta skipti.
Fátækt íslendinga og vesaldómur í ytri menningu gerði
þá fyrirlitlega í augum útlendinga; Bjarni Thórarensen
kvartar undan því, að „hlær að oss heimskinginn Hafnar-
slóð á“, og Jónas segir á einum stað í Salthólmsferð:
„12 skl. handa Bagge i Bellevue og skammir um landið!
Það var nóg handa honum!“ — væntanlega hefur Bagge
1) Dægradvöl 241.