Skírnir - 01.01.1944, Side 64
56
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
þessi skammað ísland eða íslendinga — eða ef hann hef-
ur ekki gert það, hefur Jónas áreiðanlega hitt einhverja
aðra, sem hafa gert það. Og í sjálfsvarnarskyni reynir
landinn þá að finna einhvern höggstað á móti, eins og
ágætlega kemur fram í kvæði Bjarna. Aðfinnslur annara
gera íslendinginn rýninn á sjálfan sig, rýninn á aðra.
Með réttu eða röngu lærist honum, að rímnalistin sé fá-
nýt, en um leið og hann tekur að fella dóma yfir barna-
lærdómi sínum, fellir hann líka óhikað dóma yfir hinum
evrópisku lærdómum. Hann lærir að sjá hvorttveggja til-
sýndar; hvorttveggja dregur hann að sér og hrindir hon-
um frá sér, og úr þessu verður andleg barátta, sem getur
farið ýmislega. Margur verður þá heimilislaus og tvísýnn.
Og þá hænast menn ekki fyrst og fremst að hinum hóf-
þroskuðu og jafnvægu sálum, heldur hinum beisku,
ástríðufullu og ósamræmu öndum, sem ef til vill eru þó
inn við beinið nálega andstæður þeirra; Jónas og Konráð
verða hrifnir af Heine, Grímur Thomsen af Byron lávarði,
einmitt þeim mönnum, sem helzt voru kveikjan í andlegu
lífi Evrópu á öðrum fjórðungi 19. aldar. En þetta voru
ekki sönnustu né dýpstu andar samtímans, og það var
ekki hent að leita skjóls hjá þeim. Fjölnismenn finna sér
lífsstefnu og styrk til að lifa í hugsjónum sínum og bar-
áttunni fyrir þeim; þar renna áhrif hinna tveggja heima,
sem berjast í brjósti þeirra, saman í eina heild. Þar eiga
þeir sér jákvætt markmið, sem ræður örlögum þeirra,
hvað svo sem á dynur. Jónas fer ekki að þýða Heine né
stæla fyr en á síðari árum sínum, en afstöðu hans til
Heines er þegar markaður bás og gefin stefna, er fyrsti
árgangur Fjölnis kemur út.
Greinin í Fjölni ber þess ljóst vitni, að Jónas hefur haft
mætur á „Ferðamyndum“ Heines. Það fyrsta, sem kynni
að þykja bera nokkrar minjar þeirra, er Salthólmsferð,
rituð 1836. Það er gáskafull ferðadagbók með vísum
dreifðum innan um, sumum gamansamlegum eða fárán-