Skírnir - 01.01.1944, Page 67
Skíi'nir
Jónas Hallgrímsson og Heinrich Heine
59
skáldinu, sem orti hið merkilega eldgosskvæði Bergbúa-
Ijóð eitthvað sex öldum fyr. Og ekki ósvipuð köld hlut-
lægni kom oft fyrir forðum, þegar þeir ortu um sjóinn.
„Ljótr lægir vill brjóta lögstíga fagrdrasil“, segir Snorri.
Jónas sjálfur talar nokkrum árum síðar um „óalegan sjó-
inn“ — og yfir ýmsum öðrum stöðum í síðari kvæðum
hans, ekki sízt í Formannsvísum og Sláttuvísu, er hinn
svali blær hlutlægninnar.
í ferðavísum og stefjum Jónasar frá árunum 1839—40
verður ekki heldur vart anda Heines.
Hrollir hugur við polli
heitum í blárri veitu. —
Krafla með kynja afli
klauf fjall og rauf hjalla,
kveður hann um Víti. Þetta er skyldast eldri -innlendum
kveðskap og þá fyrst og fremst Ferðarollu Eggerts Ólafs-
sonar:
Hryllir við Heklu fjalli
hölda fyr tveimur öldum . . . O
Hulduljóð sýna, svo að ekki verður um villzt, að hugur
Jónasar hefur oft hvarflað til Eggerts um þessar mundir.
En ekki síðar en veturinn 1841—42 er hann farinn að
glíma við Heine, og það raunar á annan hátt en nokkurn
tíma áður, því að frá þeim vetri eru að nokkru eða öllu
leyti þýðingar fjögurra kvæða eftir Heine.1 2) Eitt þeirra
er úr Buch der Lieder (Sæunn hafkona), en þau öll hefur
Jónas þekkt úr Reisebilder og Salon.
Það sem fyrst vekur athygli, er efnisval Jónasar. Hann
velur ekki þau kvæðin, þar sem háðið leikur lausum hala
— og sýnir Fjölnisgreinin þó, að hann hefur haft fullan
skilning á því, — ekki þau kvæði, þar sem skáldið spottar
það í síðustu vísuorðunum, sem hann lýsti svo hjartnæm-
lega í upphafi kvæðisins. Þvert á móti, Jónas velur þau
kvæðin, þar sem Heine er stöðugur í sér, sem birta hreina,
samfellda, skáldlega fegurð.
1) Kvæði 86 o. áfr.
2) Pr. í Fjölni 1843.