Skírnir - 01.01.1944, Page 68
60
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
AnnaS er einkennilegt. Þegar Jónas tók fyrsta erindið
úr kvæði Goethes „Ich denke dein“ og gerði það að upp-
hafi kvæðisins Söknuður, þá söng ekki hljómfall Goethes
í huga honum, heldur var það myndin, sem honum var
minnistæð. Líkt fer nú. Kvæðið „Durch den Wald im
Mondenscheine“, sem er með bragarhætti spönsku róm-
önsunnar, fær allt annað hljómfall: „Stóð ég út í tungls-
ljósi, stóð ég út við skóg“. „Sterne mit den goldnen
Fiisschen“ þýðir hann á fornyrðislag:
Ganga gullfætt
ura götur bláar.
En hrynjandi Heines fer þó smám saman að syngja í
huga hans. „Der Abend kommt gezogen“, ort undir hinum
vanalega hætti Heines, skiptir að vísu um klið, því að það
er þýtt undir hætti spönsku rómönsunnar (en raunar rím-
að), og loks er Strandsetan („Das ist eine weisse Möwe“)
nokkurn veginn með Heineshætti, en að vísu ekki eins
mjúkliða og í frumkvæðinu. Nú telur Jónas sér engan
veginn skylt hér eftir frekar en hingað til að halda hætti
frumkvæðisins, en mætur hans á Heineshættinum sjást
mjög glögglega á því, að undir honum er kvæðaflokkur-
inn Annes og eyjar.
„Durch den Wald im Mondenscheine“ er glæsilegur,
rómantískur skálddraumur, sem að því er ég bezt veit er
fyrst birtur í heldur ótryggilegu og gamansamlegu um-
hverfi í „Elementargeister".1) Rómantískt heldur kvæðið
áfram að vera hjá Jónasi, en þó tekur það nokkrum
stakkaskiptum, og þó er glæsileikinn, lífið og hraðinn sá
sami, en það er ekki sama „draummynd" hjá honum.
Ihre weissen Rösslein trugen
Goldnes Hirschgeweih und flogen
Rasch dahin,
segir Heine. Hjá Jónasi verður eitthvað mjög óljóst um
hina gullhyrndu reiðskjóta, í öðru orðinu segir, að álf-
1) Pr. í Salon III 1834.