Skírnir - 01.01.1944, Page 69
Skírnir
Jónas Hallgrímsson og Heinrich Heine
61
arnir hleypa fannhvítum hestum yfir grund, í hinu er
talað um hin gullnu horn jóanna — og hefði Jónas raunar
átt að sleppa þeim alveg, úr því að það skilst ekki skýr-
ingarlaust, hvað við er átt. En um leið og kynleg atriði í
draummyndinni deyfast, koma önnur úr vökuheiminum
í staðinn. Heine lýkur sinni vísu með líkingunni:
wie wilde Schwane
kam es durch die Luft gezogen.
Liturinn tengir svanina við hina hvítu reiðskjóta, og
svanir eru mjög skáldlegir fuglar bæði í klassiskum og
rómantískum sið. Hitt veit ég ekki, og ekki segir kvæðið
neitt um það, hvort skáldið hefur nokkru sinni séð villta
svani fljúga. En Jónas þekkti svani frá yngri árum sín-
um, og honum er endurminningin um þá mjög tiltæk í
skáldskap. í kvæðinu Ad amicum frá 1828 segir hann
m. a. um hina ungu, nýsköpuðu jörð, að
íturfagur
í eyrar-bót
söng svanaflokkur
sætum rómi.
1839 hrósar hann íslandi meðal margs annars fyrir
svanahljóm (í kvæðinu Þið þekkið fold . . .), og 1841 kvað
hann um dauða þess íslenzka skáldsins, sem hann mat
mest, Bjarna Thorarensens, að hann sæi fljúga fannhvíta
svaninn úr sveitum til sóllanda fegri. Svanirnir halda í
þýðingu hans öllum ljóma klassisks og rómantísks skáld-
skapar, og ekki fellur á þá, þó að hugurinn renni til ís-
lenzkra ævintýra og svananna þar. En um leið fá þeir í
þýðingunni kunnugleikablæ, veruleikablæ við að tengjast
minningum náttúrubarnsins Jónasar:
Eins og þegar álftir af ísa grárri spöng
fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng.
í lok kvæðisins segir Heine, að álfadrottningin hneigði
honum og brosti:
Galt es meiner neuen liebe,
Oder soll es Tod bedeuten?