Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 70
62
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
Hjá Jónasi verður það:
Var það út af ástinni ungu, sem ég ber —
Jónas vill án efa enga tvísýni á þessum stað, og kvæðið
hlýtur við.þetta orð svip eilífrar æsku.
Um kvæðið „Sæunni hafkonu“ segir svo í fundabók
Fjölnisfélagsins (4. marz 1843), að það sé „útlagt eftir
minni og svo að segja frumkveðið, þó að hugmyndin sé
eftir Heine".1) Það er orð og að sönnu. Kvæði Heines
virðist sprottið af einhverju hversdagslegu ástarævintýri,
sem skáldið breytir í óhugnanlega, rómantíska draum-
mynd. Kvæði Jónasar, sem er miklu lengra, er léttur leik-
ur ímyndunaraflsins; ástríða hins suðræna eða austræna
manns er hér mjög þorrin. Hafmeyjar voru annars um
þetta leyti mjög í tízku meðal skálda; t. d. held ég segja
megi, að annaðhvert danskt skáld hafi þá ort um þær. Um
þetta leyti eða rétt á eftir er hafmey enn yrkisefni Jónas-
ar, það er í kvæðinu í Vestmannaeyjum. Þar kemur t. d.
fyrir þessi vísa, sem er ámuna bæði að brag og blæ „Sæ-
unni hafkonu“:
Hárið sítt af höfði drýpur
hafmeyjar í fölu bragði;
augum sneri hún upp að landi
og á brjóstið hendur lagði.
Ég veit ekki, hvaða persónulegar ástæður kunna að valda
því, að Jónasi er þetta efni svo ríkt í huga um þetta leyti,
en á hinu er enginn efi, að hann er hér innblásinn af er-
lendri bókmenntatízku, og stinga þessi kvæði í stúf við
aðra staði í kveðskap hans, þar sem hann talar um sjó-
inn, því að þar er sjórinn alltaf sjór. Mjög oft lýsir hann
þá ljósi dags eða sólar á bláum eða sefgrænum eða ljósum
eða dimmum haffletinum; vökusýnin, veruleikinn, dýrð
skynjunarinnar drottnar þar. í Formannsvísum, aðal-
hafkvæði hans, birtist köld og hlutlæg lýsing á hafinu;
þar búa ekki á mararbotni hafmeyjar í kóralhöllum, gerð-
1) Kvæðið er í Buch der Lieder, Heimkehr 14.