Skírnir - 01.01.1944, Síða 72
64
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
skuggafing'ur
af Skeiðum fram.
Áður en Jónas veit af, eru hinir nafnlausu skógar og hið
nafnlausa fjall orðið að Dalaskógi og Selfjalli; vísa
Heines hefur flutt Jónas heim. Yfir kvæði Heines er
yndislegur 'og eðlilegur augnabliks-skapblær borgarbúans,
sem reikar eins og í draumi meðal fjalla og skóga, vísa
Jónasar hefur svip náttúrubarnsins, sem má minnast frá
fyrri tíð ótal stunda meðal dala og fjalla. Og það mætti
láta sér detta í hug, að skuggafingurnir, sem Jónas talar
um, stöfuðu frá hraundröngunum í Öxnadal. Yfir vísunni
er blær hinnar heiðríku, innilegu náttúruleiðslu Jónasar.
í „Strandsetunni“ er auðfundið, hve Jónas er hrifinn
af léttleika Heines; við heyrum þar hið mjúka og hvikula
öldugjálfur hugans, sem er svo geðþekkt í frumkvæðinu.
Þar kemur líka nokkurn veginn fram Heineshátturinn.
Hvorttveggja getur nú að líta í næstu „ferðamyndum“
Jónasar, kvæðaflokknum „Annes og eyjar“, sem virðist
að mestu ortur veturinn 1842—43, eftir að Jónas er kom-
inn til Hafnar aftur úr ferðalagi sínu; þó má vera, og er
líklegt, að drög til sumra þeirra kvæða séu eldri, og ort
eru þau einkum um staði, sem skáldið kom á sumurin 1841
og 1842. Hvert kvæði er þrjú erindi; að jafnaði er kjarn-
inn mynd úr íslenzku landslagi, gerð með örfáum strik-
um og einföldum orðum, en allt fær þetta líf og dýpt af
djúpri tilfinningu. Framan við þennan kvæðaflokk hefur
Jónas skrifað: „Hann er farinn að laga sig eftir Heine“,
og eru það væntanlega orð einhvers, sem sagt hefur þetta
um Jónas, en hann hefur svo tekið þau upp í gamni. Frá
Heine er hátturinn, það er augljóst. Og mér finnst létt-
leikinn yfir kvæðunum eigi nokkuð að þakka uppörvun
frá Heine. Og að nokkru leyti, og þó minna, gamanið í
þeim, og fer þar þó að bera á mismun. 1 einum fjórum
þessara kvæða drottnar gaman, kvæðunum um Suður-
sveit, Hestklett, Arnarfellsjökul og Sogið. Vísurnar um
Arnarfellsjökul, sem segja frá dönskum jarðfræðingum
og rannsóknum þeirra „inni um þann fjalla geim“, er