Skírnir - 01.01.1944, Side 75
Skírnir
Jónas Hallgrímsson og Heinrich Heine
65
háðslegt; í hinum er gamanið góðlátlegt og ólíkt Heine.
í þremur kvæðunum er alvöru og gamni blandað saman,
það er Kolbeinsey, Máney og Skrúðurinn; hið kátlega er
hér látið hljóma saman við alvöruna, mynda samhljóm
við hana eða þá vægan mishljóm, en ekki skerandi, sáran
mishljóm, eins og Heine leikur sér að. Helzt mundi Skrúð-
urinn minna á aðferð Heines; þar er alvaran og tilfinn-
ingin drottnandi í tveimur fyrstu erindunum, en í því
þriðja slær út í fyrir skáldinu, lendir í gáska — en þó
ekki höggvísri illkvittni. Ég hygg munurinn á Jónasi og
Heine sá hvergi skýrari en einmitt þar, sem menn mundu
vilja kalla, að Jónas stældi Heine. Annars er þetta í raun-
inni andstæða allrar stælingar: Jónas fær uppörvun frá
kveðskap Heines, en fer svo sína leið.
Árið eftir, að Jónas átti sem mest við kvæðaflokkinn
Annes og eyjar, eða 1844, kom út annað aðalkvæðasafn
Heines, Neue Gedichte, og hefur Jónas fljótlega eignazt
þá bók, því að nú, víst einkum veturinn 1844—45, þýðir
hann ein átta eða níu kvæði úr þeirri bók. Nú er Heines-
hátturinn farinn að syngja meira í huga hans en áður, en
þó bindur hann sig ekki við bragarhátt frumkvæðisins
nema stundum. Mest dregst hann að kvæðum með léttum
blæ og skáldlegum yndisþokka. Skyldi Heine nokkurn tíma
bregðast bogalistin, þegar hann yrkir um vorið? Að
minnsta kosti ekki, þegar hann orti:
Leise zieht durch mein Gerniit
Liebliches Geláute.
Klinge, kleines Friihlingslied,
Kling hinaus ins Weite.
Þetta kvæði er til á íslenzku þýtt með bragarhætti frum-
kvæðisins; söngurinn í því nýtur sín og það getur notið
sönglaga þeirra, sem við það hafa verið ort. Svo er ekki
um þýðingu Jónasar, söngurinn í því er annar, hann
þýddi það á hátt eddukvæðanna. Og þó er í því miklu
meiri skáldskapur en í hinni þýðingunni. Bjölluhljómur-
5