Skírnir - 01.01.1944, Page 76
66
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
inn úr kvæði Heines er horfinn hjá honum, og þó er þetta
sannarlegt vorkvæði:
Ómur alfagur,
ómur vonglaður,
vorómur vinhlýr
vekur mér sálu;
ljóðið mitt litla,
léttur vorgróði!
lyftu þér, leiktu þér
langt út um sveit.
1 öðrum kvæðum er Jónas dreginn að því, sem ég kall-
aði hið hvikula öldugjálfur í huga manns. Svo er háttað
hinu fagra og glettniofna kvæði „Feginn í fangi þínu“ og
kvæðinu um máfinn, sem flýgur yfir skáldinu og ástmey
hans og forvitnar að vita, hvað þeim fari eiginlega á
milli, eru það tóm orð eða eru það kossar — og skáldið
kann sjálft ekki að gera neina sómasamlega grein fyrir
því:
Orðin kossunum eru þín
svo undarlega vafin með.
Þessi og þvílík eru þau ástakvæði, sem Jónas þýðir eftir
Heine. Þar var úr miklu að moða. Þar var líka fjöldi
kvæða, sem sýndi, að skáldið hafði fengið óbragð í munn-
inn: Jónas gefur sig ekkert að þeim. Yfirleitt fæst hann
mjög lítið við hin beiskari kvæði hans. Heine tekur alltaf
vorinu feginshendi — en í eitt skipti minnir það hann þó
á hverfleika ástarinnar, og hann endar hina fallegu lýs-
ingu með þessum orðum:
Vergángliches Glúck! Schon morgen klirrt
Die Sichel uber die Saaten,
Der holde Frúhling verwelken wird,
Das Weib wird mich verraten.
En Jónas er nú ekki í því skapi. Það er talið, að þetta
kvæði hafi komið honum af stað með hina inndælu barna-
vísu: Vorið góða grænt og hlýtt. Vorið tekur líka enda í
kvæði hans, haustið tekur við. En það er haust, sem lang-
að er eftir og ekki kviðið: