Skírnir - 01.01.1944, Page 77
Skírnir
Jónas Hallgrimsson og Heinrich Heine
67
eins mig fýsir alltaf þó
aftur a'ð fara í göngur!
Georg Brandes talar á einum stað um „Effektstil“
Heines. Heine var mikill íþróttamaður í skáldskap, hann
kunni vel að hagræða orðum sínum, svo að vísa eða kvæði
fengi mjög á lesanda — vekti jafnvel meiri tilfinningu en
það var sjálft sprottið af. Þegar jarðeldur ástríðunnar
var minni en skyldi, kunni hann vel að bæta það upp með
listrænum flugeldum. Mér þykir leiðinlegt að verða að
segja, að sum hin hátíðlegri kvæði hans um Norðursjóinn
hafa slík áhrif á mig. Jónas hefur langoftast sneitt hjá
slíkum kvæðum.
Svo góðan skilning sem Jónas hefur á háði Heines,
þýðir hann lítið af hinum háðblöndnu kvæðum hans, og
svipuhögg Heines mildast; Jónas kann betur í kveðskap
gamni en spotti. Eitt kvæðið í þessum þýðingaflokki er
þó af þessu tagi, en raunar ofur saklaust, um hispurs-
meyna, sem horfir á sólarlagið og fyllist angurværð og
tilfinningasemi. Skáldið gengur fram fyrir hana eins og
ferðamannatúlkur og kynnir henni fyrirbrigðið:
Hispursmey, verið hressar!
hér á ég góð kann skil:
röðullinn rennur frammi
og rís hér baka til.
Heine er miklu ónotalegri:
Mein Fraulein, sein Sie munter,
Das ist ein altes Stiick.
Ég gat áðan um léttleika Heines, sem Jónas hefur haft
gaman af. Sá léttleiki snýst oft upp í gáleysi og kæru-
leysi. Heimsmaðnrinn talar ofur hversdagslega um þá
hluti, sem forðum kveiktu í hinu unga skáldi, um ástina,
fegurðina og annað, sem honum þótti heilagt. Jónas má
vel hafa lesið þetta sér til gamans. En hann setur það ekki
í ljóð. Honum er skáldskapurinn alvarlegri og heilagri
en svo.
5*