Skírnir - 01.01.1944, Page 78
68 Einar Ól. Sveinsson Skírnir
í „Effektstil" Heines er kvæðið „Frau Fortuna“ (Lán,
er vilt ei láta mér), um skáldið, sem tekur gæfuna hönd-
um, reyrir hana böndum og fellir á hana ok — en lokin
verða þó:
Es verströmt mein rotes Blut,
Und der schöne Lebensmut
Will erlöschen; ich erliege
Und ich sterbe nach dem Siege.
Þýðing Jónasar gefur ekki tilefni til mikilla hugleiðinga
vegna breytinga eða annars slíks, heldur hitt, að hann
þýðir þetta. Sá maður sem kvað, hefur ekki verið í góðu
skapi, og ekki heldur sá, er þýddi. Kvæðið er undantekn-
ing meðal Heinesþýðinga Jónasar. En einmitt frá svip-
uðum tíma er til ljóð eitt frumkveðið af honum; það er til
í uppskrift eftir annan mann, en er bersýnilega eftir upp-
kasti, sem Jónas hefur aldrei gengið frá. Það er á þessa
leið:
Eg ætlaði mér að yrkja
einhvern fallegan brag,
en þegar til á að taka,
eg tími því ekki í dag.
Eg verð að bera á báru
það bezta, sem mér er veitt,
og seinast sofna eg frá því,
og svo fær enginn neitt.
Og það er þér að kenna,
sem þrái eg alla stund,
þú áttir ekki að eiga
þennan úlfgráa hund.
Þú áttir ekki að ginna mig
á því að segja,
þú skulir muna mig aftur,
þegar þú ferð að deyja.
Nú er þér breg'zt í brjósti
blóðið og slokknar fjör,
1) Hdr. grúa, en leiðréttingin (M. Þ.) er vafalaus.