Skírnir - 01.01.1944, Page 79
Skírnir
Jónas Hallgrímsson og Heinrich Heine
69
þá er eg þreyttur að lifa,
á þína kem eg för.
En hvernig heimskir náir
með hjúp og moldarflet
„unnast bezt eftir dauðann“,
eg aldrei skilið get.
Það er ástæðulaust að fást um braglýtin á uppkasti þessu;
án efa hefði Jónas gjörbreytt kvæðinu, ef hann hefði
gengið frá því. En að efni til er kvæðið líka laust í reip-
unum. En það er merkilegt, það er Heineskt að anda. Hér
er áköf tilfinning, þunglyndi, sem snýst upp í bituryrði
og háð.
Nú er það einkennilegt, að þau tvö tímabil, þegar Jónas
þýðir Heineskvæði, eru þunglyndiskaflar. Það leynir sér
ekki, hvað ho'num býr í skapi í Andvökusálminum, sem
vera mun frá vetrinum 1841—42:
Myrkrið er manna fjandi,
meiðir það lif og sál . . .
eða í kvæðinu á sumardagsmorguninn fyrsta 1842, sem
lýkur þannig:
Leyfðu nú, drottinn, enn að una
eitt sumar mér við náttúruna;
kallirðu þá, eg glaður get
gengið til þín hið dimma fet.
Og frá vetrinum 1844—45 eru yfrið mörg vitni um þung-
lyndi hans, svo sem vísurnar „Enginn grætur íslending",
„Sólhvörf", „Ó -þú jörð“, að ógleymdu hinu merkilega
kvæði „Á nýjársdag 1845“:
Svo rís um aldir árið hvert um sig,
eilífðar lítið blóm í skini hreinu;
mér er það svo sem ekki neitt í neinu,
því tíminn vill ei tengja sig við mig.
Eitt á eg samt, og annast vil eg þig,
hugur mín sjálfs í hjarta þoli vörðu,
er himin sér og unir lágri jörðu,
og þykir ekki þokan voðalig.