Skírnir - 01.01.1944, Side 80
70
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
Ég man þeir segja: „Hai't á móti hörðu“, —
en heldur vil eg kenna til og lifa,
og þó að nokkurt andstreymi ég bíði,
en liggja eins og leggur uppi í vörðu,
sem lestastrákar taka þar og skrifa,
og fylla, svo hann finnur ei, af níði.
Þessi kvæði sýna, svo að ekki verður um villzt, þung-
lyndi og andlega baráttu Jónasar á þessum tímabilum.
Hér er ekki staður til að reyna að rekja rætur þessa þung-
lyndis, en sjálfsagt hafa þær verið margar. En á þessum
tímum þýðir hann þó nærri eingöngu hin ljúfari kvæði
Heines, gengur fram hjá hinum beiskari; og meðal frum-
kvæðanna er „Ég ætlaði mér að yrkja“ undantekning.
Þýðingarnar benda á andlega frjósemi, jafnvel á þessum
döpru dögum, frjósemi, sem stefnir á móti þunglyndinu,
leitar að gleði fegurðarinnar. Enn frjórri eru þó tímarn-
ir, þegar bráir af skáldinu, svo að þunglyndið er ekki
nema undiralda, eins og t. d. veturinn 1843—44, þegar
hann var í Sórey. Þunglyndið kemur fram í kvæðinu
Alsnjóa:
Eilífur snjór í augu mín,
út og suður og vestur skín,
samur og samur út og austur,
einstaklingur! vertu nú hraustur.
Dauðinn er hreinn og hvítur snjór . . .
Sá er enginn glaður, sem svo kveður. Ég kallaði þetta
skap áðan þunglyndi. Vonleysi er ef til vill réttara, mér
liggur við að segja örvænting, sem þó megnar ekki að
brjóta niður karlmennskuhug þessa manns. Hann stend-
ur um þetta leyti í miklu stórvirki, hann er að semja Lýs-
ingu íslands. Ást hans á landi sínu og þjóð er ekki slokkn-
uð, hún skín út úr hverju orði hans. Hugsjónir hans lifa,
frelsisþrá hans. En hugsuninni um dauðann er nú að
skjóta upp aftur og aftur. Skáldið hefur enga von framar
sjálfum sér til handa. En einmitt þá er svo að sjá á kvæð-
unum, sem náttúran sé eina líkn hans.