Skírnir - 01.01.1944, Síða 81
Skírnir
Jónas Ilallgrímsson og Heinrich Heine
71
Tindrar úr Tungnafellsjökli;
Tómasarhagi þar
algrænn á eyðisöndum
ey einn til fróunar,
kvað hann vetrinum áður. Ég þykist finna einhverja
auðn umhverfis og í mörgum beztu kvæðum Jónasar frá
þrem síðustu árunum, auðn sem veitir þeim einhvern enn
undursamlegri blæ en kvæði þessa mikla málsnillings
höfðu nokkru sinni átt áður. Mátturinn fullkomnast í
veikleika, segir Páll pos'tuli. Beethoven söng enn nýjan
söng, eftir að hann var orðinn heyrnarlaus.
Við höfum séð (einkum í kvæðinu „Ég ætlaði mér að
yrkja“), að Jónasi hefur stundum verið svo í skapi, að
hann var fúsastur að kasta kaldyrðum að því, sem hann
hefur unnað og unni; fegurðarþrá hans hefur vafalaust
þolað marga raun; oft hefur honum án efa fundizt duftið
af fiðrildavængjunum horfið og vængirnir berir eftir. —
Það mun varla ofmælt, að þessu líkir hlutir hafi orðið
Heine að meini, og nefni ég þar t. d. ástarævintýri hans,
sem með tímanum urðu bæði manninum og skáldinu
óuppbyggileg. Án efa hefur verið nóg — þó að það væri
annað —, sem vildi draga Jónas niður, sljóvga fegurðar-
þrá hans, svo að honum fannst þessi heimur vera sér svo
sem ekki neitt í neinu. En áttaviti Jónasar hefur aldrei
bilað, viðleitni hans aldrei þorrið, fegurðarþrá hans verð-
ur sterkari en öll neikvæð öfl, í skáldskapnum tekst hon-
um að sigrast á þeim, því að skáldskapurinn er honum
alltaf heilagur, sólarheimur, fegurðarheimur. í snjónum
í Sórey (veturinn 1843—44), snjónum sem vekur í hon-
um hugmyndina um algeran dauða, leitar hann burt, ekki
til draumeyjar í Suðurhafinu, heldur til næsta raunveru-
legrar eyjar norður í hafi, til fjalla hennar og dala, til
sumars hennar. Þá yrkir hann Sláttuvísu og Dalvísu
(Fífilbrekka gróin grund). Á eyðisandi lífsins er íslenzk
sumarnáttúra honum ein til fróunar.
Nú kem ég að síðasta atriðinu, sem ég ætla að minnast