Skírnir - 01.01.1944, Page 82
72
Einar 01. Sveinsson
Skírnir
á í þetta sinn frá vegamótum þessara tveggja skálda.
Margt yndislegt orð hefur Heine sagt um náttúrufegurð-
ina, en hann geldur þess, að hann kemur svo skömmu á
eftir Goethe, sem hefur miklu dýpri náttúrukennd. En
einnig Jónas hefur dýpri náttúrukennd, enda hafði hann,
sveitarbarnið og náttúrufræðingurinn, meira saman við
hana að sælda en stórborgarbúinn. Annars skal ég ekki fjöl-
yrða um þessa hlið málsins, en víkja að hinu, að náttúru-
kennd Heines er öðruvísi en Jónasar. Það er vitaskuld
torvelt að festa hendur á slíkum hlut sem þessu, og verð-
ur rýnandinn þar að syngja með sínu nefi, og lesandinn
hefur svo það fyrir satt, sem honum finnst aðgengilegast.
Þjóðverjar segja, að Heine sé „ein Ichmensch", kvæði
hans eru fyrst og fremst tjáning á huga hans sjálfs. Nátt-
úran er honum þá oftast eins konar hljóðaklettar, berg-
mála rödd hans, eða þá undirspil, umhverfi, leiktjöld, eftir
því hvernig á stendur.
Hvað er það er eg heyri?
Hljómur ástfagur
og blíðmælt bergmál
í brjósti mínu.
Eru það orð
unnustu minnar
eður sælla
söngfugla kvak?
Þannig blandast hugur hans fyrirbrigðum náttúrunn-
ar, svo að ekki verður vitað, hvað er hvað.
Gagnvart Jónasi hefur náttúran miklu sjálfstæðara
gildi og hlutlægari tilvist. Honum finnst að vísu f jallbun-
an þylja nafn unnustu sinnar — en það hefur víst hvarfl-
að að skáldum á öllum tímum. En innst inni er afstaða
hans til náttúrunnar önnur, og það verður ljósara með
árunum. Þegar hann kveður
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund! . . .