Skírnir - 01.01.1944, Qupperneq 83
Skírnir
Jónas Hallg-rímsson og Heinrich Heine
73
þá eru þetta engir valshamir, sem hann færir tilfinningar
sínar og hugsanir í, svo að þær fljúgi betur, heldur elskar
hann þetta eins og það er, sér það eins og það er, dáist að
því eins og það er, það gleður hann, ekki með neinu öðru
en vera til og vera eins og það er. Og sjónskynjunin er sú
vígsla, sem veitir honum þátt í fegurðárheimi náttúr-
unnar.
Það er í samræmi við þessa hlutlægni, að Jónas er skáld
dags, en ekki nætur. Fá íslenzk skáld hata myrkrið meir.
Hann er kallað rómantískt skáld, en á tunglsljós minnist
hann held ég ekki nema í tveimur vísum, og eru báðar
þýddar, önnur eftir Goethe, hin eftir Heine. Dr. de Fonte-
nay sendiherra hefur í merkri grein bent á, að eftirlætis-
litur Jónasar er blái liturinn. En ef glöggt er gætt, hygg
ég komi í ljós, að hjá honum er þetta ekki fyrst og fremst
litur fjarlægðarinnar, sem gerir fjöllin blá, heldur litur
hins heiða himins og bjarta sævar, og ótrúlega oft talar
hann þá í öðru orðinu um sólina, himinljósið, himinljóm-
ann, dagsljósið. Ekkert íslenzkt skáld hefur verið meiri
dýrkandi sólar og dagsljóss en hann.
Og dýrkandi sumars. Sá litur, sem gengur næst bláa
litnum hjá honum, er græni liturinn, litur gróandi jarðar,
litur grass á jörðu. Svo mikla ást hefur hann á grasinu,
að við hann á vel það, sem máltækið segir:
Guð er á himnum,
gras á jörðu.
En þó að hann sé skáld dagsljóss, en ekki tunglsljóss,
þó að afstaða hans til náttúrunnar sé hlutlægs eðlis, þá er
samband hans við hana ekki ótraustara fyrir það. Það er
vandalaust að telja upp f jölda staða, sem sýna þá tilfinn-
ingu til náttúrunnar, sem kalla má samúð eða samhyggju.
Maðurinn er með nokkrum dularfullum hætti samur nátt-
úrunni, án þess honum komi til hugar að skálda inn í
hana sálarlífi sínu. Hann er bróðir alls, sem er, allra
hinna sundurleitu fyrirbrigða.
Þessi samhyggja er mjög blandin lotningu og dýrkun