Skírnir - 01.01.1944, Side 86
76
Jón Gíslason
Skírnir
Saga þessa máls hefst vitanlega við upphaf fslands
byggðar, er forfeður vorir létu í haf frá ströndum megin-
lands álfunnar og „reistu sér byggðir og bú“ á einangr-
aðri eyju fjarri öllum alfaraleiðum. Sú ákvörðun þeirra
og framkvæmd hennar tryggðu norrænu máli nokkurn
veginn örugga tilveru fram á vora daga — og vonandi
svo lengi sem eyland vort þraukar hér við hin yztu höf —
og menningu hinnar norrænu hetjualdar nauðsynlegar að-
stæður til að ná fullum blóma, eins og raun varð á um
tímabil hins forna þjóðveldis, — og tóm til að tjá lífs-
skoðun sína og lífsreynslu í bókmenntum, sem germansk-
ar þjóðir að minnsta kosti telja til hinna miklu ritninga
heimsins, heilsubrunn fyrir sál kynstofnsins og yngingar-
lind hans.
En um leið og forfeður vorir tóku þessa örlagaríku
ákvörðun, sem teljast má hafa haft heimssögulega þýðingu,
slitu þeir sig úr tengslum við þróun meginlandsþjóðanna.
ísland varð heimur út af fyrir sig. Einangrunin var hið
mikla gjald og hin dýra fórn, sem íslendingar færðu fyrir
gersemar þær, er þeir burgu. Saga íslendinga frá hruni
þjóðveldisins fram á vora daga greinir aðallega frá bar-
áttu við að vinna upp hið mikla gjald, er þeir hlutu að
gjalda fyrir tilverumöguleika sína sem þjóðar, án þess
þó að tunga þeirra og þjóðerni biði af því nokkurn hnekki.
Hin stórkostlega tilraun til að koma hugsjónum, menn-
ingararfi og tungu hinnar miklu norrænu hetjualdar í
lifandi samband við strauma og stefnur vestrænnar menn-
ingar á hverjum tíma, svo að samræmdist hvað öðru til
gagnkvæms ávinnings, virðist vera eins konar smiðjuafl
íslenzkrar sögu, þar sem hinn mikli völundur hitar, hamr-
ar og herðir alla verund íslendinga, svo misjafnlega glatt
sem logað hefur í þeim glóðum.
Sé þessi skilningur réttur, ber íslendingum enn í dag
að láta úr höfn, bæði í andlegum skilningi og bókstafleg-
um, og afla sér fanga um allt hið víðáttumikla svið vest-
rænnar menningar, ef þeir eiga að reynast því sögulega
hlutverki sínu vaxnir að hefja upp merki þeirrar einu