Skírnir - 01.01.1944, Page 87
Skírnir
Virgill
77
menningar meðal germanskra þjóða, sem órofnum tengsl-
um er knýtt við hið þróttmesta og bezta í andlegum arfi
feðra sinna.
Nú er það óyggjandi staðreynd, að uppistaðan í vest-
rænni menningu er af grísk-rómverskum toga spunnin.
Hvar sem skyggnzt er undir yzta yfirborð, kemur í Ijós,
að menningararfur fornþjóðanna er sá jarðvegur, sem
allur hinn fjölskrúðugi gróður hefur sprottið upp úr. Tök-
um t. d. letur vort. Að því voru Grikkir aðalhöfundar,
Rómverjar ráku á það smiðshöggið. Ýmis orð, er svo ör-
uggan þegnrétt hafa hlotið í íslenzku máli, að engum
kemur í hug, hve óralangan veg þau hafa farið frá
ókenndum slóðum, unz staðar námu í íslenzkri tungu og
notuð eru daglega, eru kvistir af hinum forna meiði grísk-
rómverskrar menningar. Þó lætur að líkum sakir eðlis
íslenzkrar tungu, að miklu fleiri séu þau hugtök, sem að
vísu hafa með íslenzku orði verið klædd í þjóðlegan bún-
ing, sem sérstaklega hefur sniðinn verið fyrir þau úr inn-
lendu efni, þótt innihaldið sjálft sé suðrænnar ættar. Fyrst
þessu er nú svo farið með vora einangruðu og algerlega
sérstæðu menning, þá má gera sér í hugarlund, hve áhrif-
in bæði málsöguleg og menningarleg eru óendanlega miklu
víðtækari með öðrum Evrópuþjóðum.
Af þessum stuttu inngangsorðum hefur ef til vill orðið
ljóst, hve þýðingarmikið starf það er fyrir réttan skiln-
ing á eðli og uppruna menningarsviðs vors að rannsaka
arf fornmenningartímanna, enda hefur það starf nú um
langan aldur verið rækt af miklu kappi með öllum menn-
ingarþjóðum, sem brotnar eru af bergi hins hvíta kyn-
þáttar. Eru þau vísindi svo fjölþætt, að engum manni er
fært að öðlast þar verulega heildarsýn án hjálpar ótal
rannsóknara og sérfræðinga á þessu sviði. Hver ræktar
þar sína akurrein, plægir og stingur upp, rótar til og
rætir upp illgresið, svo að hinn forni gróður fái komið
sem bezt í ljós undan öllu því braki og rekaldi, sem flóð-
bylgjur árþúsundanna hafa skolað á þá strönd. Markið,
sem keppt er að í þessum efnum, er að safna saman, -raða