Skírnir - 01.01.1944, Síða 88
78
Jón Gíslason
Skímir
og rekja til rétts uppruna öll þau margvíslegu brot hins
forna menningarheims, sem sundraSist í þúsund mola,
þegar ragnarök dundu á honum. Ein meginstoð og helzti
leiðarvísir við þetta starf er rannsókn og gerþekking
hinna dásamlegu bókmennta Grikkja og Rómverja.
Það er forn líking að bera skáld saman við svani. Ein-
hver háleitur og himneskur blær stendur af þessum tign-
arlegu fuglum í hinum flekklausa skrúða. Er hinn skæri
söngur þeirra ómar um „víðbláins veldi“, er sem lúður
gjalli og knýi menn til athygli og veki vonir og eftirvænt-
ingu um eitthvað, sem lengi hefur verið þráð. Svo er því
og farið með skáldin. Þegar rödd þeirra ómar skærast, þá
er sem lúðurþytur fylli hugskot vort. Oss finnst sem hér
séu kallarar nýs og betri dags að kveðja oss til starfa og
vekja oss af svefni. Þessum himinbornu boðendum dag-
renningarinnar á mannkynið ekki sízt það að þakka, að
vonin hefur hjarað af lágnætti örvæntingarinnar, er allt
virtist glatað. Hún hefur hjúfrað sig innst inni í hugan-
um — og hlustað. Jafnvel á vígöld þeirri og vargöld, sem
nú geisar, læsir stálklóm í börnin og spýr eitri og eldi á
nýútsprunginn gróður, sprettur hið bláa blóm vonarinnar
og bíður eftir endurlausnarhljóm hins sviflétta, mjall-
hvíta svans, er boði dagrenning og hækkandi sól.
Fyrir rúmum tvö þúsund árum á válegri öld, er að
ýmsu svipar til vorrar, fæddist við hin tæru vötn, sem
spretta upp undan rótum hinna snævikrýndu Alpa á
Norður-Ítalíu, skáld, er svo skærum hljómi kvaddi menn
til að fagna nýjum degi, að tónar hörpu hans hafa ómað
í eyrum kynslóðanna fram á þennan dag. Árið 70 f. Kr. b.,
15. dag októbermánaðar, leit Publius Vergilius Maro fyrst
ljós þessa heims í Andes við borgina Mantúu, sem
stendur á bökkum Minkíófljóts. Rennur á sú úr Garda-
vatni út í Pó. Áhrif hans og vinsældir má nokkuð af því
marka, að þótt allar útgáfur rita hans og handrit öll glöt-
uðust, er talið, að unnt mundi vera að safna öllum skáld-