Skírnir - 01.01.1944, Side 89
Skírnir
Virgill
79
skap hans saman aftur, því að svo oft hefur í hann verið
vitnað, að allar þessar rúmlega 13 þúsund ljóðlínur, sem
vitað er með vissu, að hann hafi ort, væri hægt að finna í
ritum annarra höfunda. Annars eru aðalhandritin af ljóð-
um Virgils meðal hinna elztu og beztu, sem til eru af rit-
um nokkurs rómversks höfundar. Tvö elztu handritin eru
frá 4. og 5. öld.
Þó nokkrar smáævisögur Virgils eru til frá fornöld.
Allar virðast þær í fyrstu hafa verið samdar sem inn-
gangur að fornum útgáfum af ritum skáldsins. Frum-
heimild þeirra allra er raunar talin ævisaga Virgils eftir
Suetonius, þess er um tíma var einkaritari Hadríans keis-
ara og náinn vinur Pliníusar yngra. Veigamest er það
æviágrip skáldsins, sem kennt er við Aelius Donatus, sem
var frægur málfræðingur í Rómaborg um miðja 4. öld.
(Þessi Donatus samdi m. a. hina víðkunnu latnesku mál-
fræði, sem um aldir var kennd í öllum latínuskólum. Var
hann og kennari Hieronýmusar kirkjuföður, sem Biblíuna
þýddi á latínu.)
Þessar fornu ævisögur greina svo frá, að Virgill hafi
verið bændaættar. Virðast foreldrar hans þó hafa verið
allvel efnum búnir, því að drengurinn naut í æsku ágætrar
menntunar. Sótti hann fyrst skóla í Cremónu, en er hann
hafði klæðzt skikkju fullvaxinna manna, 15. október árið
55 f. Kr. b., hélt hann áfram námi í Mílanó og síðan í
sjálfri Rómaborg. Á þeim tímum var æðri menntun aðal-
lega fólgin í æfingum í mælskulist og fræðslu í heimspeki.
Er þess sérstaklega getið, að Virgill hafi í æsku orðið
fyrir áhrifum af heimspekistefnu Epíkúrs.
Árið 42 f. Kr. b. varð Virgill fyrir þungu áfalli. Þá
voru hinir alvöldu þrístjórar, Octavianus, Antonius og
Lepidus, að úthluta hermönnum sínum jarðnæði í grennd
við borgina Cremónu. En er þær lendur hrukku ekki til,
sviptu þeir allmarga bændur við Mantúu jarðeignum sín-
um. Einn þeirra, er á gerræði þeirra hlaut að kenna, var
Virgill og hans fólk. Voru þau flæmd frá jörð og búi alls-
laus. í þessum öngum sínum virðist Virgill hafa snúið sér