Skírnir - 01.01.1944, Page 93
Skírnir
Virgill
81
42—89 f. Kr. b. yrkir hann Bucolica, safn kvæða í stíl
hjarðsveinaljóða með gríska skáldið Þeokrítos að fyrir-
mynd. Þegar er ljóðasafn þetta kom út, varð Virgill þjóð-
kunnur og hlotnaðist fjöldi mikils háttar vina og stuðn-
ingsmanna, svo sem Maecenas, ráðgjafi Octavianusar. Að
hvötum Maecenasar yrkir hann á árunum 37 eða 36—29
f. Kr. b. Georgica, ljóð um landbúnaðinn ítalska. Er
Octavianus hafði kynnt sér þau kvæði, taldi hann sig loks
hafa fundið skáld, er treystandi væri til að yrkja hin
miklu hetjuljóð Rómverja, hliðstæð hinum miklu sögu-
ljóðum Hómers með Grikkjum. Frá árinu 29 og til dánar-
dægurs, 19 f. Kr. b., virðist skáldið hafa varið mestöllum
tíma sínum til þessa mikla verks, Eneasarkviðu. Er hún
var að mestu fullgerð, hugðist hann fara í þriggja ára
ferðalag um Grikkland og Litlu-Asíu til að leggja síðustu
hönd á verkið. í þessari ferð hitti hann Octavianus í
Aþenuborg. Þá þegar var skáldið sjúkt orðið. Taldi Octa-
vianus hann á að hverfa heim með sér. Á heimleið elnaði
skáldinu sóttin á hafinu. Andaðist Virgill nokkrum dög-
um eftir landtöku í Brundisium, eins og áður er sagt.
Virgli er svo lýst, að hann hafi verið mikill vexti, dökk-
brúnn á hörund og búandmannslegur ásýndum. Hann var
gæddur einkar þægilegri rödd, en stirður var hann í við-
ræðum og óframfærinn. Ókvæntur var hann alla ævi, en
meðfædd ástúð og háttvísi ávann honum fjölda vina.
Jafnan átti hann við ótrygga heilsu að búa.
Virgill var boðberi nýrrar aldar. Um hans daga urðu
einhver hin örlagaríkustu straumhvörf í sögu þess menn-
ingarheims, sem vestrænn er kallaður. Eftir hundrað ára
borgarastyrjaldir stóð veldi Rómverja á heljarþröm sið-
ferðilegs og efnalegs gjaldþrots. Þróttmesta hluta þjóðar-
innar hafði blætt út í ægilegum innanlands styrjöldum.
örmagnaþreyta læsti sig um limi og sál þeirra, er eftir
hjörðu. Hinar fornu rómversku dyggðir, heiðarleiki, föð-
urlandsást og manndómur, stóðu höllum fæti. Á glóðum